fbpx

Sprotar

Sjö teymi taka þátt í Hringiðu 2022. 

e1

e1 er Airbnb fyrir hleðslustöðvar rafbíla. Með e1 appinu eða lyklinum eiga rafbílaeigendur að hafa aðgang að öllum hleðslustöðvum sem geta verið ýmist í eigu einstaklinga, húsfélaga, fyrirtækja eða stofnana.

Dragðu úr matarsóun og aukaðu hagnað með GreenBytes – skipulagstól fyrir veitingastaði sem nýtir gervigreind til að segja til um komandi sölu og koma með tillögur af því hvað veitingastaður ætti að vera að panta inn fyrir komandi daga.

Álvit ehf. er að þróa nýjan umhverfisvænan kragasalla fyrir rafgreiningarker álvera og í leiðinni að þróa umhverfisvænan arftaka koltjörubiks, en koltjörubik losar frá sér krabbameinsvaldandi efni við hitun.

Ímyndaðu þér heiminn án rusls. Við hjá Plogg-In viljum bjóða uppá betri upplýsingartæknitól og sterkari samskiptakerfi til þess að hvetja til aukinnar umhverfisvitundar.

ÝMIR leitast við að vera lífrænan úrgang að auðlind með því að þróa tæknibúnað sem auðveldar umbreytingu hans í sjálfbært elsdneyti og önnur verðmæti

Sidewind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir geta nýtt þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu fyrir flutningaskip.

Snerpa Power virkjar stórnotendur rafmagns með því að sjálfvirknivæða álagsáætlanagerð og besta tilboðsgerð inn á markað með kerfisþjónustur. Félagið bætir þannig nýtingu orkuauðlinda, dregur úr aflskorti og eykur samkeppnishæfni raforkumarkaðar.

is_ISIcelandic