Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra? 💡
Þann 20. nóvember ætlum við að halda viðburð í Gróðurhúsinu í Grósku fyrir öll sem hafa áhuga á Gullegginu en eru ekki í háskóla, enda er Gulleggið opið öllum!
🔴 Fyrir þau sem komast ekki á staðinn munum við streyma viðburðinum beint á Gulleggid.is 🚀
Keppnin verður kynnt ásamt því að KLAK-teymið verður á svæðinu til að taka á móti áhugasömum í spjall og svara spurningum um Gulleggið.
Auk þess fáum við til okkar frábæra gesti sem munu deila sinni reynslu og visku með okkur! 🙌
Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK Icelandic Startups síðan 2008.
📍Staðsetning: Gróðurhúsið, á 2. hæð í Grósku við Bjargargötu 1.
🗓️Dagsetning: 20. nóvember
⏰ Klukkan 12:00
Skráning í Gulleggið er hafin og við hvetjum öll sem liggja á hugmynd (eða eru án hugmyndar!) til að skrá sig!
Þú getur skráð þig í Gulleggið á gulleggid.is