KLAK VMS viðurkenna Kristján Schram og Söndru Mjöll Jónsdóttir-Buch sem Mentora Ársins fyrir þeirra störf til að leiðbeina LifeTrack, LOVE Synthesizers, SeaGrowh, Careflux og fleiri nýsköpunarfyrirtækjum.
Árið 2023 stofnaði KLAK – Icelandic Startups KLAK Venture Mentoring Services (KLAK Venture Mentoring Service.), eða svokallað mentorakerfi byggt að fyrirmynd samskonar stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki sem Massachusetts Institute of Technology rekur (MIT VMS).
Markmiðið er að veita 80-100 nýjum sprotum stuðning frá reyndum frumkvöðlum og sérfræðingum úr atvinnulífinu. Alls hafa 215 mentorar verið þjálfaðir af fagaðilum frá MIT VMS og veita íslenskum frumkvöðlum stuðning til að auka líkur á árangri hvers verkefnis. Nýr bakhjarl KLAK VMS er Høiberg, evrópsk einkaleyfaskrifstofa sem veitir ráðgjöf á öllum sviðum hugverkaréttinda, þar á meðal alþjóðlegum einkaleyfum.
Til að fagna góðu starfi á árinu hélt KLAK jólaviðburð í Gróðurhúsinu í Grósku fyrir mentora KLAK VMS, þar sem þau Kristján Schram and Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch voru heiðruð sem KLAK VMS Mentor Ársins 2025, fyrir framúrskarandi framlag sitt til frumkvöðla. Bæði hafa þau verið hluti af KLAK VMS frá upphafi og voru hvort um sig að mentora þrjú teymi á árinu.

Kristján leiðbeindi LOVE Synthesizers, nýstárlegri nálgun á hljóðgervla, LifeTrack and Denvo Wolffish.
Umsögn um leiðsögn Kristjáns var meðal annars:
“Kristján sýndi okkur og verkefninu ósvikinn áhuga, kom með sterka speglun og víkkaði sjóndeildarhring okkar mikið á sviði markaðsmála og varaði einnig við ýmsum gryfjum sem ný fyrirtæki falla oft í á fyrstu stigum.”
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch var einnig mentor fyrir þrjú teymi á árinu, þar með talið SeaGrowth, sigurvegara Gulleggsins árið 2024, sem vinna að líftæknilausn fyrir ræktað sjávarfang. Einnig leiðbeindi hún Careflux and Marea.
Umsögn um leiðsögn Söndru var meðal annars:
“Sandra er frábær mentor sem gerir kröfur en er á sama tíma mjög hvetjandi.
Hún spurði gagnrýnna og markvissra spurninga sem ýttu okkur út fyrir þægindarammann og hjálpuðu okkur að sjá næstu skref skýrar. Hún greindi þarfir fyrirtækisins af nákvæmni og studdi okkur við að móta skýra, strategíska áætlun með því markmiði að laða að fjárfesta.”
“Þegar mentorafundirnir byrjuðu var ég komin á punkt þar sem ég var gjörsamlega að drukkna í verkefnum – lítið teymi og mjög mikið um að vera á öllum frontum – og ég var nálægt því að „springa“. Sandra greip strax hvað var að gerast og bauð mér í sérstakt session þar sem hún tók sér tíma til að láta mig vinna gegnum markvissa æfingu svo ég kæmist út úr þessari overwhelm-paralysis sem ég var föst í.”

Í tilefni viðburðarins var í fyrsta sinn veitt viðurkenningin Sproti ársins hjá KLAK. Markmiðið með viðurkenningunni er að lyfta upp framúrskarandi sprotafyrirtækjum og gera nýsköpunarstarf sýnilegra.
Sproti ársins 2025 er SagaReg, ungt sprotafyrirtæki sem þróar lausnir sem hjálpa lyfjafyrirtækjum að skrá lyf sín hraðar og með öruggari hætti. Árið 2025 var afar árangursríkt fyrir SagaReg, sem m.a.
- vann Gulleggið 2025 og hlaut 2 milljón króna verðlaun frá Landsbankanum
- hlaut 20 milljón króna Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði
- tók þátt í Dafna vinnustofunum og Cardinal Ventures hraðlinum í Stanford
- fékk 5 milljón króna styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka
- lauk 500 þúsund dala fjármögnun frá Kríu og erlendum englafjárfesti.

Viðurkenningarnar undirstrika mikilvægi sterks mentorakerfis og samvinnu í íslensku nýsköpunarumhverfi.



