fbpx

Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins haldið í fyrsta sinn

Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins fór fram helgina 4.–5. janúar 2025 í Grósku, þar sem háskólanemar frá landinu öllu komu saman til að þróa nýsköpunarhugmyndir og leysa áskoranir frá nokkrum bakhjörlum Gulleggsins. Fyrsta helgi ársins sannaði að ungt fólk er tilbúið í áskoranir nýs árs, enda mættu þátttakendur fullir orku og sköpunargleði til að takast á við krefjandi verkefni.

Ómetanleg viðbót í reynslubankann og tengslanetið

Áskoranir viðburðarins voru eftirfarandi

Elko

Þróa sjálfbærar og arðbærar lausnir sem styðja við hringrásarhagkerfi í raftækjaiðnaði.

City of Reykjavík

Tryggja almennt aðgengi að loftslagstengdum gögnum til að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.

University of Iceland

Gera niðurstöður vísindarannsókna aðgengilegri og auðveldari í notkun fyrir fagfólk og fyrirtæki.

Orkusalan

Auka vitund og skilning ungs fólks á mikilvægi raforku og hlutverki hennar í daglegu lífi og sjálfbærri framtíð.

Össur

Endurnýta afskurði úr gervifótaframleiðslu til að draga úr sóun og auka sjálfbærni.

Birgir Bragi Gunnþórsson, Jóhann Portal og Haukur Ingi S. Jónsson ásamt KLAK teyminu

Fjöldi góðra hugmynda

Sigurvegari Hugmyndahraðhlaupsins var teymið Samvís, sem þróaði vefsíðu sem brúar bilið milli vísinda og samfélags. Lausnin nýtir gervigreind til að gera vísindagögn aðgengilegri og notendavænni, sem auðveldar upplýsta ákvarðanatöku og eykur sýnileika rannsókna.

Sérstök verðlaun fengu svo Reddessu and Orku Kötturinn.

    • Reddessu kynnti lausn sem lengir líftíma heimilistækja með því að tengja saman neytendur, tæknimenn og raftækjaverslanir í gegnum snjallkerfi. Lausnin hjálpar neytendum að finna viðgerðaraðila á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
    • Orku Kötturinn vann hugmynd að snjallforriti sem fylgist með orkunotkun og sendir áminningar, auk þess að skapa hvata fyrir neytendur til að dreifa rafmagnsálagi og bæta þannig orkunýtingu.

Teymið Reddessu
Sölvi Smárason, Jóel Jens Guðbjartsson, Vigdís Ásgeirsdóttir með Sófúsi Árna frá Elko

Teymið Orku Kötturinn
Hólmfríður Sylvía Haraldsdóttir, Sunna Magný Guðmundsdóttir, Kristján Freyr Kristjánsson frá 50 Skills, Ríkharður Ólafsson og Valtýr Ingason

Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins er hluti af undirbúningi fyrir Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, sem haldin verður 14. febrúar 2025 í Grósku. Viðburðurinn markaði öfluga byrjun á nýsköpunarári þar sem ungt fólk sýndi fram á óþrjótandi sköpunarkraft og metnað til að móta framtíð íslensks atvinnulífs.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið stýrt af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og er haldin er í upphafi hvers árs. Keppnin er sérstaklega hugsuð fyrir nýsköpun á hugmyndastigi og er opin fyrir öll, jafnt hugmyndasmiðum og áhugafólki um nýsköpun sem vilja láta að sér kveða.

en_GBEnglish (UK)