Prosecco og pitch hjá Hringiðu+ heppnaðist með eindæmum vel
Það var sannkölluð nýsköpunarstemmning sem ríkti í glæsilegu, nýuppgerðu viðburðarrými Orkuveitunnar í Elliðárstöð þann 9. apríl, þegar þátttakendur í Hringiðu+ stigu á svið á viðburðinum Prosecco og pitch.

Viðburðurinn var hluti af lokasprettinum í Hringiðu+ fyrir páska, viðskiptahraðli fyrir grænar lausnir. Þar fengu teymin aðeins 90 sekúndur til að kynna spennandi lausnir sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og snerta á sviðum eins og úrgangsnýtingu, sjálfbærri orku, matvælatækni og byggingariðnaði.
Það var vel mætt í Elliðárstöð og gestir tóku virkan þátt í gleðinni með bubblur í hönd og bros á vör 🥂 Stemningin var létt og skemmtileg – ekki síst þegar DJ Dóra Júlía tók við og hélt stuðinu á lofti með taktfastri tónlist 🎶✨
Við þökkum öllum sem mættu og gerðu kvöldið ógleymanlegt 💚












































