Þá er komið að því 🎉
Lokadagur Hringiðu+ fer fram miðvikudaginn 7. maí n.k. og ætlum við að því tilefni að bjóða upp á beint streymi hér á viðburðarsíðu KLAK.is. Þar fá áhorfendur tækifæri til að kynnast þeim kraftmiklu teymum sem hafa tekið þátt í hraðlinum og sjá afrakstur þeirrar öflugu vinnu sem þau hafa lagt á sig undanfarnar vikur.
Viðburðinum stýrir hinn eini sanni Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, og í opnunarerindi mun Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, ávarpa gesti.
Einnig mun Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, flytja erindi.
Teymin sem kynna verkefni sín:
• Haf-Afl
• HuddleHop
• Loki Foods
• Optitog ehf.
• Svepparíkið
• Timber Recycling ehf.
• Þarahrat
📍 Beint streymi á klak.is
🕓 Dagskrá stendur frá kl. 11:45–13:15
Um Hringiðu+
Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk hraðalsins er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum.
Hringiða+ er haldin í samstarfi við:
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Orkuveituna, Terra, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir.