Haraldur Bergvinsson og Anna Schalk Sóleyjardóttir, sem snúa nú aftur til okkar eftir að hafa lokið háskólanámi. Haraldur og Anna kynntust starfsemi KLAK vel á síðasta ári í gegnum starfsnám og öðluðust þannig dýrmæta innsýn í íslenskt frumkvöðlaumhverfi.
Haraldur hefur nýlokið mastersnámi í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Samhliða náminu starfaði hann í fimm ár hjá Landsbankanum og býr yfir víðtækri reynslu úr fjármála- og þjónustugeiranum. Anna Schalk Sóleyjardóttir útskrifaðist úr Creative Business frá Hogeschool Utrecht í Hollandi og lauk jafnframt aukagrein í Social Entrepreneurship frá Háskólanum í Amsterdam. Hún hefur einnig starfað sem verkefnafulltrúi hjá KLAK.
Við hjá KLAK fögnum því innilega að fá Önnu og Harald aftur til liðs við okkur. Með fjölbreyttri menntun og reynslu eru þau frábær viðbót við teymið okkar, og munu án efa efla stuðning KLAK við frumkvöðla og nýsköpun á Íslandi. Við hlökkum til að sjá framlag þeirra til áframhaldandi vaxtar og þróunar íslensks nýsköpunarumhverfis.