KLAK – Icelandic Startups er einn öflugasti stuðningsaðili nýsköpunar á Íslandi og aðstoðar um 100 sprotafyrirtæki á ári. KLAK býður m.a. upp á ráðgjafafundi fyrir frumkvöðla, hugmyndahraðhlaup, frumkvöðlakeppnina Gulleggið, þrjá viðskiptahraðla á ári og Dafna vinnustofur fyrir styrkþega Tækniþróunarsjóðs. KLAK rekur öflugustu mentoraþjónustulandsins, KLAK VMS, með yfir 180 virkum mentorum
Markmið hraðalsins er að örva frumkvöðlastarf í heilsutækni, auka þekkingu sprotateyma á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptatækifærum, veita þeim aðgang að leiðsögn og tengslaneti fjárfesta og lykilaðila og hjálpa þeim að móta þróunaráætlun og viðskiptalega sýn. Að auki er markmiðið að undirbúa teymin markvisst fyrir fjármögnun og samstarf í heilbrigðis- og nýsköpunarumhverfinu.
Öflug teymi með verkefni á frumstigum á sviði heilsutækni. Þar á meðal á sviði lækningatækja, líftækni, lyfjaþróunar, stafrænnar heilsutækni og heilsulausna fyrir neytendur. Það er ekki skilyrði að búið sé að stofna fyrirtæki, en þátttakendur þurfa að geta tekið virkan þátt í vinnustofum og fyrirlestrum í Grósku á meðan hraðlinum stendur.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.