KLAK health hraðalinum ýtt úr vör – öflugir bakhjarlar styðja við nýsköpun í heilsutækni

KLAK – Icelandic Startups opnaði í dag fyrir umsóknir í KLAK health, fimm vikna viðskiptahraðal sem hefst 27. október. Hraðallinn er ætlaður sprotateymum sem vinna að lausnum á sviði lækningatækja, líftækni, lyfjaþróunar, stafrænnar heilsutækni eða heilsulausna fyrir neytendur. Umsóknarfrestur er til og með 5. október.

Markmið hraðalsins er að hraða þróun sprotafyrirtækja í heilsutækni með því að veita þátttakendum sérhæfða fræðslu, einstaklingsmiðaða leiðsögn frá reyndum mentorum og skapa tengsl við fjárfesta og lykilaðila í vistkerfinu. Allt að tíu teymum verður boðið að taka þátt í hraðlinum og fá þannig einstakt tækifæri til að þróa hugmyndir sínar áfram með stuðningi sterkra bakhjarla.

Bakhjarlar hraðalsins eru Landspítali, Heilbrigðisráðuneytið, Íslandsbanki, Helix, Kerecis, Lifa VC, Veritas, Össur og Nox Medical. Þessi hópur sameinast um að efla íslenskt nýsköpunarumhverfi, skapa ný tækifæri fyrir sprotafyrirtæki og leggja sitt af mörkum til vaxtar og þróunar heilsutæknigeirans.

„Við erum ótrúlega stolt af því að leiða saman svona kraftmikinn hóp bakhjarla sem allir deila þeirri sýn að Ísland hafi burði til að verða leiðandi á sviði heilsutækni. Með því að tengja saman frumkvöðla, sérfræðinga, opinbera aðila og fjárfesta getum við skapað jarðveg þar sem nýjar hugmyndir á sviði heilsutækni fá að blómstra,“ segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Hægt er að sækja um í KLAK health hér

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.