KLAK, í samstarfi við MIT Venture Mentoring Service (VMS), hóf í dag þjálfun nýrra mentora í sérstakri vinnustofu, og rjúfa þar með 200 mentora múrinn. Þjálfuninni stýrðu þeir Magnús Ingi Óskarsson, forstöðumaður KLAK VMS, og Kent Summers, alþjóðlegur sérfræðingur og reynslumikill mentor, saman. Þjálfunin byggir á aðferðafræði MIT sem hefur síðastliðin 25 ár byggt upp öflugt mentorakerfi til stuðnings frumkvöðlum innan MIT háskólasamfélagsins í Boston.
Kent Summers fór yfir grundvallarreglur líkansins og lagði áherslu á að mentorar verði að vera hlutlausir í nálgun sinni og hafa alltaf hag teymisins í forgrunni.

Yfir daginn fengu þátttakendur tækifæri til að nýta sér þessa þekkingu í hagnýtum pallborðsumræðum. Fyrir hönd Lesa/Revera var stofnandi þess Birgir Hrafn Birgisson, og fékk hann dýrmæta leiðsögn frá mentorum sínum, þeim Davíði Símonarsyni, stofnanda Smitten, og Eyrúnu Jónsdóttur, frá CCP.
Næst komu stofnandi Marea, Julie Encausse og Tómas Helgi Hjartarson, og fengu leiðsögn frá Huldu Hallgrímsdóttur, forstjóra Nox Medical, og Magnúsi Halldórssyni frá Íslandsstofu.

Lögð var áhersla á mikilvægi þess að byggja upp traust. Mentorar þurfa að forðast að hoppa á milli mála og hjálpa sprotum að setja skýr og hnitmiðuð markmið. Alls starfa nú yfir 200 VMS mentorar með KLAK til að styðja við sprota á Íslandi.
Þessi þjálfun er lykilatriði í því að hámarka árangur sprota og ánægju mentora. Mentoraþjónustan er einn mikilvægasti þátturinn í stuðningskerfi KLAK, sem styður við 80-100 sprotateymi á hverju ári.
About KLAK VMS
KLAK VMS er mentoraþjónusta fyrir frumkvöðla, byggð á aðferðafræði MIT Venture Mentoring Service sem þróuð hefur verið í yfir 25 ár við MIT-háskólann í Boston.
Kerfið byggir á trúnaði, teymisvinnu og því að mentorar einbeiti sér að framgangi sprotanna og megi ekki hafa aðra hagsmuni af þátttökunni
Allir mentorar KLAK VMS hljóta þjálfun frá MIT VMS og starfa samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri fyrirmynd. Í dag starfa 181 mentorar hjá KLAK og styðja árlega rúmlega 100 sprotateymi með ráðgjöf og handleiðslu sem skilar skjótum framförum og meiri líkum á árangri.



















Verkefnið er stutt af Rannís, Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, ADVEL, KPMG og Høiberg.