Grow up

Kynningarviðburður fyrir KLAK health heilsutæknihraðal

KLAK – Icelandic Startups kynna nýjan viðskiptahraðal í heilsutækni, KLAK health 
Viðburðurinn fer fram 12. september frá kl. 12:00 til 13:00 í Grósku.
Á viðburðinum verður kynntur fimm vikna viðskiptahraðall sem er sérsniðinn að þörfum sprotafyrirtækja í heilsutækni.
Markmið hraðalsins er að efla íslenskt heilbrigðiskerfi með því að veita þátttakendum aðgang að sérhæfðri fræðslu, leiðsögn frá sérfræðingum og sterkum tengslum við fjárfesta og lykilaðila.
Þau sem halda erindi:
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK.
Haraldur Bergvinsson, verkefnastjóri KLAK health.
Sigurður Þórarinsson, Nýsköpunar- og tæknistjóri Landspítalans.
Matthías Leifsson stofnandi Leviosa.
Viðburðurinn er opinn öllum og boðið verður upp á hádegismat.
Við hlökkum til að sjá þig.

Viðburðurinn

Tengdir viðburðir

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.