Ert þú skráð/ur í Gulleggið án hugmyndar?
Eða ertu kannski með frábæra hugmynd en vantar teymisfélaga?
Þá er þetta fullkominn vettvangur fyrir þig! Hér koma þátttakendur í Gullegginu saman í fyrsta sinn og skála. Steiney Skúladóttir stýrir viðburðinum og aðstoðar þátttakendur við að mynda teymi út frá áhugasviði og hæfileikum.
Starfsfólk KLAK verður á staðnum til að veita upplýsingar um skráningu, Masterclass og svara öllum spurningum sem gætu vaknað!
Skráningu í Masterclass Gulleggsins lýkur á miðnætti sama kvöld, 29. janúar, skráðu þig hér: https://gulleggid.is/
Location: Gróska, Bjargargata 1
Dagsetning: 29. janúar
All welcome!