Kíktu við á opnum viðburði þar sem við tökum púlsinn á teymunum í KLAK health.
Nú þegar hraðallinn er hálfnaður er kjörið tækifæri til að sjá hvernig teymin hafa þróast og náð árangri.
Teymin munu kynna verkefni sín í stuttum “pitchum”, ræða framvindu og greina mögulegar áskoranir og lausnir sem komið hafa upp frá upphafi hraðalsins.
Léttar veitingar og drykkir í boði
Grow up
Miðvikudaginn 12. nóvember
16:00 – 18:00
Öll velkomin
Mættu og fylgstu með nýsköpun í heilsutækni