Nýsköpun í fjarskiptum
Morgunverðarfundur KLAK og Ský.
Fimmtu kynslóðar farsímatækni (5G) hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og stöndum við framarlega á alþjóðlegum mælikvörðum hvað þetta varðar. Á sama tíma erum við að fasa einnig út eldri tækni og stefnt að því að loka 2G & 3G þjónustu alfarið fyrir árslok 2025 og rýma þannig einnig fyrir bættri nýtingu á þeirri bandvídd fyrir nýrri tækni. En erum við að fullnýta þá möguleika sem fylgja 5G og gerum við okkur að fullu grein fyrir þeim tækifærum sem eru í boði í dag? 5G býður ekki einungis upp á meiri hraða og bætt gæði, heldur einnig aukinn áreiðanleika (Quality of Service) en eldri tækni og opnast þar á fjölmörg tækifæri fyrir t.a.m. fyrirtæki til að bæta skilvirkni í rekstri, auka sjálfvirkni og lækka rekstrarkostnað. Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér tækni til að auka nýsköpun og hagkvæmni og opna fyrir ný viðskiptatækifæri?