Elliðárstöð

Prosecco og pitch

09 April - 2025 17:00
Viðburðurinn

Prosecco og pitch er lifandi og skemmtilegur viðburður þar sem sprotarnir sem taka þátt í Hringiðu+ kynna hugmyndir sínar á aðeins 90 sekúndum! Við fögnum þrautseigju, elju og krafti teymanna – með léttar búbblur í hönd 🥂
Stuðinu verður stýrt af engri annarri en DJ Dóru Júlíu þegar teymin hafa lokið sér af 🎶✨

Við hvetjum öll áhugasöm um nýsköpun, sjálfbærni og framtíðina til að mæta, styðja við sprotana og eiga skemmtilega stund saman 💚

Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk hraðalsins er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum.
Með þátttöku í Hringiðu+ fá frumkvöðlar og sprotafyrirtæki aðgang að sérfræðingum, tengslaneti og fræðslu sem styður við vöxt þeirra og þróun. Markmið hraðalsins er að þátttakendur verði í lokin í stakk búnir til að sækja um græna styrki – bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

Tengdir viðburðir

en_GBEnglish (UK)