TechBBQ er ein stærsta og öflugasta nýsköpunar- og frumkvöðlahátíð Norðurlanda, haldið árlega í Kaupmannahöfn. Viðburðurinn dregur að sér sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, fjölmiðla og sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum, allt með það að markmiði að efla tengsl, deila þekkingu og skapa tækifæri til vaxtar og samstarfs.
KLAK – Icelandic Startups hefur verið reglulegur þátttakandi á TechBBQ og hvetjum við sérstaklega íslenska frumkvöðla til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að
✅ Styrkja tengslanetið
✅ Hitta fjárfesta sem fylgjast grannt með norrænu nýsköpunarumhverfi
✅ Hitta nýja samstarfsaðila eða kaupendur
✅ Kynnast alþjóðlegum takti og fá innblástur frá leiðandi aðilum í nýsköpun og tækni
✅ Upplifa einstakt nýsköpunar andrúmsloft í einum af mest spennandi frumkvöðlaborgum heims
Þó við séum kannski fá, er Ísland mikilvægt í nýsköpun á alþjóðlegum vettvangi, og það sést glöggt á viðburðum eins og þessum þar sem íslensk teymi vekja eftirtekt með metnaði og hugviti 💪🇮🇸
Íslensk sendinefnd á vegum Íslandsstofu
Fjöldi íslendinga fara saman á þessa flottu hátíð og við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkur hjá Íslandsstofu til þess að geta haldið hópinn 👏