Heimsókn Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, í Grósku

Það var okkur mikill heiður að fá Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, í heimsókn í Mýrina í Grósku í gær.

Heimsóknin var dýrmætt tækifæri til að kynna fyrir honum starfsemi KLAK – Icelandic Startups og rifja upp þau áhrif sem félagið hefur haft á íslenskt nýsköpunarumhverfi á undanförnum 25 árum.

Á þeim tíma hefur KLAK verið vettvangur þar sem hugmyndir verða að veruleika, frumkvöðlar öðlast þekkingu, tengslanet og stuðning og sprotar umbreytast í öflug fyrirtæki.

Við áttum gott og innihaldsríkt samtal við ráðherrann þar sem hann deildi sýn sinni á mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag í heild – sem drifkrafti framfara, verðmætasköpunar og samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Sérstaklega var gaman að bjóða ráðherra í heimsókn til tveggja sprotafyrirtækja í Grósku sem hafa nýtt sér stuðning KLAK og heyra persónulegar sögur frumkvöðlanna Jóhanns Guðbjargarsonar frá Plaio og Ómars Inga Halldórssonar frá SagaReg

Við þökkum ráðherra kærlega fyrir heimsóknina og þann áhuga sem hann sýndi á starfi KLAK Auðnu og Vísindagarða. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ráðuneytið og fjölbreytta aðila í vistkerfinu um að styrkja íslenskt hugvit og skapa enn sterkari grunn fyrir nýsköpun og framtíðarverðmæti í landinu.

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.