Startup SuperNova's fuck-up night

Mistök eru óumflýjanlegur hluti af frumkvöðlaferðalaginu – en hvers vegna ekki að læra af mistökum annarra?

Á Klúðurkvöldi Startup SuperNova fáum við að heyra reynslusögur frumkvöðla sem hafa lent í alvöru áskorunum. Þau segja okkur frá sínum stærstu klúðrum, hvað fór úrskeiðis og – mikilvægast af öllu – hvað þau lærðu.
Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, læra og fá ómetanleg ráð fyrir þína eigin vegferð 💥

Viðburðurinn markar jafnframt opnun umsókna í Startup SuperNova, hraðalinn sem KLAK – Icelandic Startups stendur að í samstarfi við Nova og Huawei.


Ef þú ert með viðskiptahugmynd er þetta fullkomið tækifæri til að fá innblástur og heyra frá þeim sem hafa siglt um stormasama sjó frumkvöðlastarfsins ⛵

Öll eru velkomin 👏

Sjá hér -> https://klak.is/events/kludurkvold-startup-suprnova/

en_GBEnglish (UK)