Lokadagur Startup SuperNova fer fram á morgun

Lokadagur Startup SuperNova fer fram á morgun, föstudaginn 19. september, í Grósku klukkan 15:00. Þar munu níu öflug teymi kynna verkefni sín fyrir fullum sal af gestum, fjárfestum og sérfræðingum úr nýsköpunargeiranum. Viðburðurinn markar lok sex vikna viðskiptahraðals þar sem sprotateymin hafa unnið hörðum höndum að því að þróa og styrkja hugmyndirnar sínar með stuðningi KLAK, Nova og Huawei.

Lokadagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð þar sem árangur og metnaður teymanna fá að njóta sín. KLAK – Icelandic Startups vill sérstaklega vekja athygli á þeim fjölbreyttu lausnum og frumkvöðlum sem hafa tekið þátt í hraðlinum í ár og hvetur alla sem hafa áhuga á nýsköpun til að mæta og styðja við íslenskt hugvit.

Við óskum öllum teymunum velfarnaðar á lokadegi og minnum á að þetta er einstakt tækifæri til að tengjast, læra af reynslu annarra og verða vitni að næstu skrefum í íslensku nýsköpunarsamfélagi.

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.