Massif.network keppir fyrir hönd Íslands í Creative Business Cup 2025


Forkeppni Creative Business Cup á Íslandi fór fram þann 4. apríl í Grósku og var salurinn Fenjamýri þétt setinn þegar skapandi sprotafyrirtæki kynntu hugmyndir sínar fyrir fjölskipaðri dómnefnd og gestum.


Sigurvegari keppninnar í ár er Massif.network, sem mun keppa fyrir hönd Íslands í Creative Business Cup í Kaupmannahöfn í september. Þar koma saman þátttakendur frá yfir 80 löndum í einni stærstu alþjóðlegu keppni fyrir skapandi sprotafyrirtæki.
Creative Business Cup er vettvangur fyrir frumkvöðla í skapandi greinum til að stíga sín fyrstu skref á alþjóðavettvangi, mynda tengslanet og fá aðgang að fjárfestum, sérfræðingum og framtíðarsamstarfsaðilum.

Fjölbreyttir þátttakendur

Þátttakendur í undankeppni Creative Business Cup 2025 voru:

  • Massif.Network
  • Þarahrat
  • Svífandi stígar
  • INTO THE BLUE
  • Idyllik

Reynslumikil dómnefnd

Í dómnefnd sátu heldur betur reynslumiklir aðilar

  • Halla Helgadottir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
  • Nanna Einarsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Knittable
  • Hränn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu og varaformaður stjórnar KLAK

Við viljum þakka öllum keppendum, dómnefnd og gestum fyrir kraftmikinn viðburð sem undirstrikar vaxandi vægi skapandi greina í íslensku nýsköpunarumhverfi. Með þátttöku sinni í Creative Business Cup mun Massif.network fá tækifæri til að kynna íslenskt hugvit á alþjóðlegum vettvangi og sækja dýrmætan stuðning til frekari vaxtar.

Við óskum Massif.network innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með ferðalagi þeirra til Kaupmannahafnar! 🌍✨

en_GBEnglish (UK)