fbpx

Mentorar ársins 2024 hjá KLAK VMS kynntir hjá KPMG, nýjum bakhjarli mentoraþjónustunnar 

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir, Haraldur Þorkelsson og Magnús Ingi Óskarsson

KPMG á Íslandi hefur undirritað samstarfssamning við KLAK VMS, mentoraþjónustu KLAK – Icelandic Startups, með það að markmiði að gera KLAK kleift að efla mentoraþjónustuna enn frekar, íslenskum sprotum og nýsköpunarumhverfinu til hagsbóta. KPMG er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviðum endurskoðunar, uppgjörs og bókhalds, skatta og lögfræði, og ráðgjafar og mun það með þessu samstarfi styðja þá einstaklinga og teymi sem taka þátt í verkefnum KLAK, svo sem í hröðlum eða í DAFNA-prógramminu, sem er sérstaklega ætlað styrkþegum úr Tækniþróunarsjóði. Með þessu nær þjónustan til þeirra sem vinna að nýsköpun og tækniþróun og stuðlar að framgangi þeirra á markaðnum.

KLAK VMS byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service og hefur það að markmiði að styðja við sprotateymi með kennslu og mentorastuðningi. Á hverju ári styður KLAK VMS við 80-100 sprotateymi, sem eykur líkur á árangri þeirra og stuðlar að hagsbótum fyrir íslenskt samfélag.

„Við erum afar ánægð með þetta samstarf við KPMG. Þekking og reynsla þeirra mun styrkja mentoraþjónustu okkar og auka stuðninginn við sprotafyrirtæki sem njóta þjónustu KLAK VMS,“
Magnús Ingi Óskarsson
director of KLAK VMS

Þetta er þó ekkert fyrsta stefnumót

KPMG hefur verið dyggur þátttakandi í frumkvöðlaumhverfinu í gegnum árin og meðal annars verið einn bakhjarla Gulleggsins sem KLAK – Icelandic Startups rekur, síðan 2010.

Nýja samstarfið felur meðal annars í sér aukna aðkomu sérfræðinga KPMG í mentoraþjónustu KLAK VMS og einnig munu þau veita sprotafyrirtækjum ráðgjöf á sínu sérsviði í gegnum hina fjölmörgu snertifleti KLAK.

Við hlökkum til að sjá árangurinn af þessu spennandi samstarfi og trúum því að það muni styrkja sprotaumhverfið á Íslandi enn frekar.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Ásgeir Skorri Thoroddsen, Magnús Ingi Óskarsson

Verðlaunum framúrskarandi leiðbeinendur

Á sérstökum mentoraviðburði sem haldinn var hjá KPMG  í lok desember voru tveir framúrskarandi mentorar hjá KLAK-VMS heiðraðir og sæmdir nafnbótinni Mentor ársins 2024, þau Lilja Kjalarsdóttir forstöðumanns rekstrar og stefnumótunar í rannsókna- og þróunardeild Alvotech og Haraldur Þorkelsson stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverk

Lilja Kjalarsdóttir var mentor hjá þremur teymum – Marimo, SeaGrowth og Akthelia. Sérhæfing hennar í líftækni, rannsóknum og þróun, auk reynslu í rekstri og markaðsmálum, gerði hana ómetanlega í að stýra sprotunum í gegnum krefjandi áskoranir. Frumkvöðlar hafa lýst henni sem lykilstoð þegar á móti blés.

Haraldur Þorkelsson var mentor hjá fjórum teymum á árinu – Visk, SeaGrowth, Snotra Sustainability og Svepparíkinu – og gegndi lykilhlutverki sem leiðandi mentor hjá tveimur þeirra. Umsagnir teymanna lýsa Halla sem einstaklega glöggum og ráðagóðum leiðbeinanda með yfirgripsmikla reynslu, sem hjálpaði þeim að komast yfir erfiðustu hindranirnar.

Hvað er KLAK VMS?

KLAK VMS is based on the ideology of MIT VMS who have spent the last 20 years building a mentoring system to support entrepreneurs within the MIT University community in Boston.

The MIT model is based on three basic pillars:

  • A team of two to four mentors assists each startup.
  • Full confidentiality prevails within the mentoring and startup community so that the startups can put all their problems and ideas on the table without risk.
  • Mentors focus on the progress of the start-ups and must not have any other interests in the participation. 
en_GBEnglish (UK)