KLAK og SKÝ leiddu saman sérfræðinga og frumkvöðla í morgunverðarfundi um framtíðartækifæri með 5G
Í dag komu saman frumkvöðlar, sérfræðingar og lykilaðilar úr fjarskiptageiranum á lifandi morgunverðarfundi sem haldinn var af SKÝ í samstarfi við okkur hjá KLAK – Icelandic Startups.
Markmiðið var að varpa ljósi á þau nýsköpunartækifæri sem fylgja innleiðingu og notkun fimmtu kynslóðar farsímatækni (5G), sérstaklega fyrir fyrirtæki og sprota á Íslandi.
Dagskráin var fjölbreytt og áhugaverð.
Þorleifur Jónasson frá Fjarskiptastofu hóf fundinn með því að fjalla um stöðu 5G á Íslandi og mikilvægi þess að undirbúa innleiðingu fyrir iðnaðinn.


Jason Zhang frá Huawei tók við og skýrði hvernig 5GtoB lausnir byggjast á samvinnu ólíkra aðila.
Þá fjallaði Ólafur Magnússon hjá NOVA um hagnýtingu og skilyrði fyrir nýtingu þeirra tækifæra sem 5G býður upp á.


Að lokum lýsti Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, hvernig Startup SuperNova hraðallinn nýtist frumkvöðlum til að styðja við nýsköpun, vaxtartækifæri og alþjóðlega sókn sprotafyrirtækja.