Nýsköpunarsjóðurinn Kría opnar fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak

Nýsköpunarsjóðurinn Kría hefur nú opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að styrkja sprotafyrirtæki á frumstigi og hraða vexti þeirra á íslenskum markaði og erlendis. Átakið er mikilvægt skref til að efla frumkvöðlastarfsemi, þar sem áhersla er lögð á að styðja fjölbreytt og öflug teymi með nýjar hugmyndir og skýra framtíðarsýn.

Markmið átaksins er að flýta mótunarskeiði nýsköpunarfélaga og efla stjórnarhætti þeirra, laða  aðra fjárfesta að, auka englafjárfestingar, efla hugvitsgreinar og þekkingariðnað sem fjórðu stoðina í íslensku atvinnulífi alls staðar á landinu.

Stefnt er að því að fjárfesta í 10-12 félögum og verður fjárfesting í hverju félagi á bilinu 20-30 milljónir króna. Ófrávíkjanlegt skilyrði er mótframlagsfjárfesting frá öðrum fjárfestum fyrir að lágmarki sömu fjárhæð og NSK fjárfestir.

Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir að eftirspurn eftir frumstigsfjárfestingum hafi aukist mikið og mikilvægt sé að tryggja að nýsköpunarfyrirtæki fái stuðning og tækifæri til vaxtar. 

Umsóknarfrestur er til 20. október og allt umsóknarferlið fer fram á heimasíðu NSK, www.nyskopun.is/atak. Kynningarfundir verða haldnir á Akureyri, í Reykjavík og rafrænt, nánari upplýsingar um fundina og umsóknarferlið má finna á heimasíðu sjóðsins og á Facebook-síðu Nýsköpunarsjóðsins Kríu.

KLAK hvetur alla frumkvöðla til að kynna sér þetta spennandi tækifæri og sækja um stuðning til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Með samvinnu og réttu aðgengi að fjármagni geta íslensk sprotafyrirtæki vaxið og blómstrað.

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.