Opnað fyrir skráningar í Gulleggið í Vísindaferð Gulleggsins – 800 háskólanemar mættu í Grósku

Opnað fyrir skráningar í Gulleggið í Vísindaferð Gulleggsins – 800 háskólanemar mættu í Grósku
KLAK – Icelandic Startups hélt Vísindaferð í Grósku í lok síðasta mánaðar þar sem um 800 háskólanemar fengu tækifæri til að kynna sér Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Á viðburðinum opnaði Anna Schalk Sóleyjardóttir, verkefnastjóri Gulleggsins, formlega fyrir skráningar í Gulleggið 2026.

„Gulleggið er fullkominn vettvangur til að láta hugmyndir verða að veruleika, Gulleggsferðalagið er ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, og það er eiginlega bara hægt að græða á því að taka þátt. Hér lærir þú að þróa hugmynd yfir í viðskiptatækifæri undir leiðsögn sérfræðinga, eflir tengslanetið og lærir með því að gera. Ef þú hefur áhuga á nýsköpunarsenunni á Íslandi eða langar að kynnast frumkvöðlaumhverfinu betur, þá er Gulleggið fyrir þig“

Sagði Anna


Vísindaferðin markaði upphaf ferðalagsins að Gullegginu 2026. Gestir fengu innsýn í ferlið, leiðina frá hugmynd til viðskipta, og þau úrræði sem standa frumkvöðlum til boða í gegnum KLAK. Einnig fengu gestir að heyra reynslusögu frá Moses Osabutey meistaranema við Háskóla Íslands sem komst í úrslit Gulleggsins 2025 með hugmynd sína Huddlehop.


Stemningin var í hæstu hæðum, Floni steig á svið og hélt uppi fjöri, og fjölbreytt dagskrá bauð upp á spjall, tengslamyndun við bakhjarla Gulleggsins og innblástur.


„Þor og þrautseigja eru lykilatriði í nýsköpun, Við bjóðum öll sem vilja þróa hugmyndir sínar velkomin, óháð bakgrunni eða reynslu. Gulleggið frábær stökkpallur fyrir þau sem vilja breyta hugmyndum í raunveruleg áhrif.“

sagði Ásta Sóllilja, framkvæmdarstjóri KLAK.


Skráning í Gulleggið 2026 er hafin á gulleggid.is.


KLAK – Icelandic Startups


KLAK empowers entrepreneurs to bring their ideas to life, driving the creation of innovative startups and contributing to sustainable value creation in Iceland. We support early-stage companies in scaling both locally and internationally by accelerating their development and connecting them with experts, investors, and other key stakeholders. KLAK has long established itself as a key player in Iceland’s innovation ecosystem and is committed to being a leading force within the grassroots startup community.

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.