Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?

Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?
Umsókn þarf að fylgja glærukynning (e. Pitch Deck) sem lýsir vandamálinu, lausninni, markhópnum, teyminu, tekjumódeli og næstu skrefum.
Hraðallinn stendur yfir frá 27. október til 26. nóvember 2025. Hver vika hefur skýra áherslu: Fyrsta vikan snýst um viðskiptaáætlanir og yfirlit yfir heilbrigðiskerfið. Önnur vikan fjallar um hugverk og reglugerðarkröfur. Þriðja vikan er tileinkuð markaðssetningu og fjármögnun. Í fjórðu viku er lögð áhersla á söluferli og fjárfestakynningar. Í fimmtu og síðustu vikunni fer fram framkomuþjálfun sem lýkur með fjárfestadegi þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og lykilaðilum. Meðal fyrirlestra og vinnustofa í hraðlinum eru þarfagreining, „product profile” vinnustofa, stjórnarhættir og hluthafasamkomulag, styrkja- og fjármögnunarmöguleikar, hraðstefnumót með fjárfestum, vörumerkjasmíð og mörkun, áreiðanleikakannanir, samningagerð og sala heilsutæknilausna bæði til einkaaðila og opinberra aðila.
Þátttakendur fá aðgang að KLAK VMS mentoraþjónustunni sem byggir á MIT VMS módelinu. Þeir fá leiðsögn og ráðgjöf frá sérfræðingum, taka þátt í vinnustofum með lykilaðilum, fá skrifstofuaðstöðu í Grósku í fimm vikur og þjálfun í framkomu og sölukynningum. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta fjárfesta, samstarfsaðila og fulltrúa úr heilbrigðisgeiranum, auk þess sem þeir njóta aukins sýnileika í fjölmiðlum og kynna verkefnin sín á lokadegi hraðalsins.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.