BBQ & PITCH kvöldið var sannkölluð hátíð frumkvöðla, leiðbeinenda og nýsköpunarfólks sem komu saman til að tengjast, deila hugmyndum og njóta góðrar stemningar. Stemningin var kraftmikil og smitandi í sólinni og hugmyndir flugu á milli gesta, reynslusögur voru sagðar og ný tækifæri kviknuðu.
Við hjá KLAK – Icelandic Startups leggjum áherslu á að skapa vettvang þar sem frumkvöðlar geta hitt jafningja sína, fengið hvatningu og stuðning, og byggt upp verðmætar tengingar sem nýtast á öllum stigum frumkvöðlaferilsins. Viðburðir eins og BBQ & Pitch eru mikilvægur hluti af því að styrkja nýsköpunarsamfélagið á Íslandi, þar sem þekking, reynsla og fjölbreytt sjónarhorn koma saman og mynda frjóan jarðveg fyrir nýjar lausnir.
Á viðburðinum gafst þátttakendum tækifæri til að kynna hugmyndir sínar, fá uppbyggilega endurgjöf frá reynslumiklum leiðbeinendum og mynda ný samstarfstækifæri. Það var augljóst að áhugi og eldmóður brunnu hjá öllum sem mættu – hvort sem það voru frumkvöðlar að stíga sín fyrstu skref eða vanir leiðtogar með dýrmæta reynslu í farteskinu.
Við viljum þakka öllum sem mættu og tóku þátt í blíðunni 👏