KLAK – Icelandic Startups hélt Office Hours í Grósku 10. nóvember s.l þar sem sérfræðingar frá ADVEL lögmönnum og HØIBERG veittu markvissa, hagnýta ráðgjöf til frumkvöðla í vistkerfi KLAK. Markmiðið er að styrkja teymi í uppbyggingu og rekstri sprotafyrirtækja með stuttum, markvissum samtölum og skýrum næstu skrefum.
Office Hours er viðbótarþjónusta KLAK VMS þar sem fyrrum þátttakendur í hröðlum KLAK og Dafna geta bókað 30 mínútna fundi sér að kostnaðarlausu með reyndum mentorum og samstarfsaðilum. Á fundunum er fjallað um margvísleg málefni sem skipta frumkvöðla máli á sérsviði þeirra fyrirtækja sem standa að Office Hours með okkur hverju sinni.
Að þessu sinni hittu sérfræðingar ADVEL frumkvöðla og svöruðu spurningum um viðeigandi félagaform, hluthafasamkomulög, fjármögnun, samninga við viðskiptavini og birgja, kauprétt fyrir starfsmenn svo fátt eitt sé nefnt. HØIBERG, evrópskt hugverkafyrirtæki, veitti ráðgjöf um hugverkarétt, einkaleyfi og fjölmargt annað sem tengist þeirra sviði. Evrópski einkaleyfalögmaðurinn Marisa Punzi lagði áherslu á hvernig snjöll hugverkastefna styrkir vöruþróun og markaðsfærslu.
Við þökkum ADVEL og HØIBERG fyrir öfluga þátttöku og stuðning við íslenskt frumkvöðlastarf.
Office Hours halda áfram reglulega og eru aðgengileg öllum KLAK alumni. Fyrrum þátttakendur fá boð í tölvupósti þegar nýir dagar eru auglýstir, ef þið eruð ekki að fá þessa pósta, sendu þá línu á [email protected]