Ferð okkar hjá KLAK á TechBBQ í síðustu viku markaði mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu íslensks nýsköpunarsamfélags.
Slíkir alþjóðlegir viðburðir eru einstakt tækifæri fyrir frumkvöðla til að drekka í sig nýja þekkingu, skapa verðmæt tengsl og kynna verkefni sín fyrir fjölda hagaðilla. Þátttakendur fengu tækifæri til að hitta sérfræðinga, læra af reynslu annarra og sækja innblástur til að þróa hugmyndir sínar enn frekar.
Á „SuperNovas of tomorrow“ viðburðinum, sem KLAK stóð fyrir, sýndu SuperNova teymin styrk sinn með öflugum kynningum á sínum verkefnum. Það var sannarlega hvetjandi að sjá hugrekki og metnað íslenskra frumkvöðla á alþjóðlegum vettvangi.
Við viljum þakka öllum sem komu með okkur og gerðu þessa ferð eftirminnilega. Samvinna, stuðningur og sameiginleg reynsla eru lykilatriði í því að byggja upp sterkt vistkerfi nýsköpunar á Íslandi.
Með því að nýta tækifæri eins og TechBBQ, styrkjum við tengslin innan samfélagsins og aukum líkur á árangri sprotafyrirtækja.