fbpx

Vel heppnuð Vísindaferð Gulleggsins haldin í Grósku

Yfir 800 gestir fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem ClubDub stigu meðal annars á stokk.

Dagskráin hófst á því að Ásta Sóllilja hjá KLAK bauð gesti velkomna og kynnti inn Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, sem flutti kraftmikið opnunarávarp. Logi lagði áherslu á mikilvægi nýsköpunar í íslensku atvinnulífi og hvatti þátttakendur Gulleggsins til að fylgja hugmyndum sínum eftir af metnaði og þrautseigju.

Hugvitið er eina ótakmarkaða auðlindin. Hún vex meira að segja því meira sem hún er virkjuð.
Logi Már Einarsson
menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Jenna Björk kynnti síðan Gulleggið og sögu þess, sem og þau tækifæri sem keppnin hefur skapað fyrir frumkvöðla á Íslandi. Eftir það tók Telma Sif Búadóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Landsbankanum, til máls og fjallaði um nýsköpunarstarf Landsbankans. Hún deildi dýrmætri innsýn um það hvernig bankinn vinnur með frumkvöðlum til að styðja við uppbyggingu hugmynda þeirra.

Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, tók við og fjallaði um þau tækifæri sem felast í samstarfi við KPMG. Hún lagði áherslu á að traust fjármálaráðgjöf geti verið lykillinn að því að umbreyta góðum hugmyndum í árangursríka viðskiptahugmyndir.

Að lokum sá Ásta Sóllilja um að loka dagskránni á sviðinu áður en háskólanefnd Gulleggsins kynnti sig og dagskrána framundan uppi á gögnugötu og kynnti þar ClubDub til leiks.

Stemningin var létt og uppbyggileg allan tímann, og voru gestir sérstaklega ánægðir með hversu fjölbreytt og vel uppsett dagskráin var. Vísindaferðin í Grósku sannaði enn og aftur hversu mikilvægur Gulleggið er sem vettvangur fyrir nýsköpun og tengslamyndun á Íslandi.

Viðburðurinn var án efa hvatning fyrir þá sem taka þátt í Gullegginu, og ekki síður fyrir gesti sem fylgdust með. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi framvindu verkefna þátttakenda!

Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir – KPMG

Telma Sif Búadóttir – Landsbankinn

en_GBEnglish (UK)