Lokadagur Startup SuperNova 2025 fór fram með glæsibrag í hátíðarsal Grósku föstudaginn 19. september. Þar stigu níu öflug teymi á svið og kynntu frumlegar viðskiptahugmyndir sínar fyrir fjölmennum hópi fjárfesta, sérfræðinga úr nýsköpunargeiranum og annarra áhugasamra gesta.
Startup SuperNova er sex vikna viðskiptahraðall sem KLAK – Icelandic Startups stendur fyrir í samstarfi við Nova og Huawei. Markmið hraðalsins er að styðja við vöxt og þróun sprotafyrirtækja með fræðslu, tengslamyndun og öflugum stuðningi. Lokadagurinn markar hápunktinn þar sem árangur og metnaður teymanna fær að njóta sín og nýjar lausnir fyrir íslenskt samfélag líta dagsins ljós.
Teymin sem kynntu á lokadegi voru: MyRise, coreDMC, Alda Öryggi, Bella Books, Anime GenSys, Football Mobility, Atlas og OptiDesign. Fjölbreyttar lausnir þeirra spanna allt frá heilbrigðis- og menntatækni til stafrænnar hönnunar og íþrótta.
Deginum lauk svo með partýi í anddyri Grósku þar sem DJ Karítas og Jón (Jónsi) Jósep Snæbjörnsson héldu uppi stuðinu teymunum níu til heiðurs.
Við hjá KLAK – Icelandic Startups óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með frammistöðuna og þökkum samstarfsaðilum, leiðbeinendum og gestum fyrir að styðja við íslenskt frumkvöðlastarf.
Myndir frá viðburðinum hafa einhverjar verið birtar á samfélagsmiðlum KLAK og bakhjarla og verða áfram birtar á samfélagsmiðlum KLAK á næstu dögum.