Vika 3 í Startup SuperNova fer vel af stað

Við höfum nú hafið þriðju vikuna í Startup SuperNova og það er ótrúlegt að sjá hversu miklum framförum teymin hafa náð á þessum stutta tíma.

Dagurinn í dag hófst í höfuðstöðvum Nova þar sem Sigurbjörn, markaðsstjóri Nova, deildi með okkur mikilvægi fyrirtækja-menningar og hvernig sterkt og jákvætt vinnuumhverfi getur verið lykill að árangri. Í kjölfarið fengum við innblástur frá Halldóri hjá Myrkur Games, sem nýverið gaf út AA tölvuleikinn Echoes of the End. Frásögn hans af vegferð Myrkur Games og skapandi ferlinu á bak við leikinn var hvetjandi fyrir öll teymin, og hefðum við viljað hlusta á frásagnir af því ferðalagi í allan dag.

Eftir hádegið héldum við heim í Grósku þar sem Jenna og Freyr fóru yfir grundvallaratriði fyrir verkefnið á morgun: BBQ & Pitch. Þau veittu þátttakendum hagnýtar leiðbeiningar og hvatningu sem munu nýtast vel þegar teymið kynna hugmyndir sínar í skapandi og jákvæðu umhverfi.

Við enduðum daginn á öflugri vinnustofu um vörumerkjagerð og markaðsmál með Atla Björgvinssyni, þar sem þátttakendur fengu innsýn í hvernig byggja má sterkt vörumerki og ná til réttra markhópa.

Á morgun bíður okkur spennandi dagur þar sem frumkvöðlateymin fá tækifæri til að kynna hugmyndir sínar á BBQ & Pitch viðburðinum. Við hlökkum til að sjá hversu langt teymin hafa komist og fagna þeim framförum sem þegar hafa orðið á þessum stutta tíma. Startup SuperNova heldur áfram að efla frumkvöðla og skapa vettvang fyrir nýsköpun á Íslandi.

Ekki missa af þessum frábæra viðburði á morgun:

en_GBEnglish (UK)

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.