Hlutverk hraðalsins er að efla íslenskt heilsutæknivistkerfi með því að veita þátttakendum aðgang að sérhæfðri fræðslu, leiðsögn frá sérfræðingum og tengslum við fjárfesta og lykilaðila í umhverfinu. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist dýpri skilning á regluverki, tæknilegum kröfum og viðskiptalegum tækifærum innan heilbrigðisgeirans. Að loknum hraðlinum hafa þátttakendur mótað skýra viðskiptaáætlun og eru í stakk búnir til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum, samstarfsaðilum og öðrum lykilaðilum.
Hraðallinn byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar og undirbúnings fyrir fjármögnun. Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku og fá aðgang að skrifstofuaðstöðu í Grósku á meðan á hraðlinum stendur. Teymin njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra lykilaðila í vistkerfinu, ásamt sérfræðingum og stjórnendum, þeim að kostnaðarlausu.