fbpx

Hringrásar­­hagkerfið í Ráðhúsi Reykjavíkur

Klak – Icelandic Startups efndi til viðburðar á Innovation Week þar sem fulltrúar sprotafyrirtækja kynntu hvaða lausnir þeir sæju á því að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi. Það var húsfyllir í Tjarnarsal Ráðhúsi Reykjavíur þar sem fulltrúar sprotafyrirtækjanna tóku þátt í Shark Tank en hverr þeirra fékk þrjár mínútur til að kynna hugmyndir súna og þeir þurftu svo að svara erfiðum spurningum tveggja „hákarla“, þeirra Margrétar Ormslev Ásgeirsdóttur, fjárfestingarstjóra hjá Brunni Ventures, og Gests Péturssonar, einganda Pyxis, um verkefnin.

Einnig var hringborð þar sem Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, fjárfestinn Bala Kamallakharan og Ragnheiði Magnúsdóttur sérfræðing um hringrásarhagkefið.

Umærður fóru vítt og breitt um grænvæðingu heimsins og hvernig megi hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og stuðla að sjálfbæru samfélagi. Öll sprotafyrirtækin fengu mikið lof allra við hringborðið og vonir eru bundnar við frekari þróun á því sviði. Sprotafyrirtækin sem tóku þátt í hákarlabúrinu voru Snerpa Power, Sidewind, Álvit, Ýmir Technologies, GreenBytes, Plogg-Inn og e1.

Birt í Morgunblaðinu 21. maí bls. 11

 “Frábært að sjá græna tæknifrumkvöðlar loks vera að hugsa á stærri skala en nokkru sinni og sýna metnað út fyrir landsteina. Svona hraðlar og viðburðir hjálpa þeim að taka næstu skref og flýta fyrir því að tæknin komist á markað. Mikil meðbyr er í dag með grænum lausnum og ætti Ísland klárlega að vera fyrirmynd á heimsvísu, enda mikil reynsla og hugvit hér á þessu sviði.” Segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures, og mentor í Hringiðu viðskiptahraðli með langa reynslu úr orku- og grænum iðnaði.

Tilvísun í Margréti Ormslev um þátttökuna.

is_ISIcelandic