fbpx

Vaxtarrými fyrir styrk­þega Tækni­þróunar­sjóðs

Dafna eru vinnustofur og mentoraprógram fyrir Sprota – og Vaxtarstyrkþega í samstarfi við Tækniþróunarsjóð.

Vinnustofur og mentoraprógram

Dafna eru vinnustofur og mentoraprógram fyrir Sprota – og Vaxtarstyrkþega í samstarfi við Tækniþróunarsjóð.

Dafna er eingöngu fyrir þau sem hafa fengið úthlutað styrk í flokki Sprota eða Vexti frá Tækniþróunarsjóði. Sótt er um styrki á heimasíðu Tækniþróunarsjóð.

Um dafna

Haustið 2021 hófst Dafna verkefnið og var það keyrt sem tilraunaverkefni. Dafna fólst í því að Tækniþróunarsjóður fól KLAK að taka á móti þeim styrkþegum sem hlutu Sprota í Vorúthlutun sjóðsins og fylgja þeim eftir í 6 mánuði. 

Dafna hefur síðan vaxið og er núna fyrir öll þau sem hljóta styrki í flokki Sprota og Vexti og hefur Dafna þróast yfir í að vera 4 mánaða vaxtarrými sem samanstendur af vinnustofum og skipulögðum mentorafundum. 

Mentorafyrirkomulagið er byggt upp í samstarfi við MIT Venture Mentoring Service og byggist á því að hver styrkþegi fær tvo til fjóra mentora sem þau hitta reglulega yfir tímabil Dafna. Styrkþegi hittir alla sína mentora samtímis og fær styrkþeginn þannig sinn ráðgjafahóp. 

Markmið Dafna er að auka árangur þeirra fyrirtækja sem hljóta styrk úr Tækniþróunarsjóði.

Fyrirkomulag

Þau sem hljóta Sprota- eða vaxtarstyrk frá Tækniþróunarsjóði fá boð um að taka þátt í Dafna. 

Dafna fyrir þau sem fá styrk í Vorúthlutun hefst í september og lýkur í janúar. Vinnustofur eru fyrsta fimmtudag og föstudag í hverjum mánuði, september til desember. Dafna lýkur svo með kynningu frá öllum styrkþegum fyrir stjórn sjóðsins í janúar. 

Dafna fyrir þau sem fá styrk í Haustúthlutun hefst í febrúar og lýkur í júní. Vinnustofur eru fyrsta fimmtudag og föstudag í hverjum mánuði, febrúar til maí. Dafna lýkur svo með kynningu frá öllum styrkþegum fyrir stjórn sjóðsins í júní. 

Á milli vinnustofa er gert ráð fyrir að styrkþegar vinni raunhæf verkefni sem aðstoða þau við að ná framgangi. Styrkþegar hitta mentorana milli vinnustofa og er þannig gert ráð fyrir að hver styrkþegi hitti sinn ráðgjafahóp fjórum sinnum. 

is_ISÍslenska