fbpx

Viðskiptahraðlar og vinnusmiðjur fyrir frumkvöðla

Klak hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar, fjölgar sprotafyrirtækjum sem byggja á hugviti og eykur þannig sjálfbæra verðmætasköpun Íslands. Við hjálpum sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. Klak hefur fyrir löngu skipað sér sess sem lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og leggur sig fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins.

Hlutverk

Klak er óhagnaðardrifið félag í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Hlutverk Klaks er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. 


Klak aðstoðar frumkvöðla frá fyrstu skrefum og hefur haldið Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins frá árinu 2008. Gulleggið er keppni á hugmyndastigi og kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla sem eru að hefja sína vegferð. 


Klak keyrir árlega 3-4 viðskiptahraðla með mismunandi áherslum og eru þeir hugsaðir fyrir teymi sem eru komin vel af stað í vöruþróun.


Klak er í virku samstarfi við Tækniþróunarsjóð og tekur tvisvar á ári á móti styrkþegum Sprota í vikulanga vinnustofu auk þess sem Klak tengir styrkþega við viðeigandi mentora sem fylgja þeim eftir í 6 mánuði.

 

Alþjóðlegt starf

Áhersla er lögð á aðstoð við undirbúning sprotafyrirtækja fyrir alþjóðlegan vöxt og fjármögnun. Stór hluti af því snýr að því að efla samstarfið við leiðandi sprotasamfélög erlendis með markvissum hætti og vekja athygli á framúrskarandi íslenskum sprotum fyrir erlendum fjárfestum og fjölmiðlum.


Klak er í virku alþjóðlegu samstarfi og eru viðskiptahraðlar hluti af GAN – Global Accelerator Network. Klak er einnig hluti af Nordic Scalers og Nordic Made auk þess sem alþjóðafulltrúi okkar er varafulltrúi í stjórn Nordic Innovation.

 

Sagan

Klak var stofnað árið 2000 og sameinaðist Innovit árið 2013. Sameinað félag fékk nafnið Klak Innovit, síðar Icelandic Startups og nú aftur Klak – Icelandic Startups. Yfir langa sögu fyrirtækisins hafa hundruðir frumkvöðla farið í gegnum hraðla eða tekið þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 

Hraðlar

Gulleggið
Startup Supernova
Hringiða Logo 2022
Hringiða
Snjallræði

Starfsfólk

Verkefnastjóri

Andrés Jakob Guðjónsson  


andres@klak.is

775 1091


Verkefnastjóri

Ása María Þórhallsdóttir  


asa@klak.is


alþjóðafulltrúi og Verkefnastjóri

Freyr Friðfinnsson  


freyr@klak.is

867 1942

Verkefnastjóri

Kolfinna Kristínardóttir  


kolfinna@klak.is

863 6345

Framkvæmdastjóri

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir


asta@klak.is

861 3134


Framkvæmdastjóri KLAK VMS

Magnús Ingi Óskarsson  


mio@klak.is

verkefnafulltrúi

Magnús Daði Eyjólfsson  


magnus@klak.is

787 1153


fjármála- og gæðastjóri

Sunna Halla Einarsdóttir  


sunna@klak.is

866 9203

Stjórn

stjórnarformaður KLAK - Icelandic Startups

Soffía Kristín Þórðardóttir  


PRODUCT PORTFOLIO MANAGER HJÁ ORIGO
Varaformaður klak - icelandic startups

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir  


Deildarstjóri nýsköpunar hjá háskóla íslands
stjórn KLAK - icelandic startups

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson  


dósent við háskólann í reykjavík

stjórn klak - icelandic startups

Hrönn Greipsdóttir  


framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

stjórn klak - icelandic startups

Sigríður Mogensen  


sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs samtaka iðnaðarsins

Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavík

hello@klak.is

Untitled (72 × 12in) (Logo) (10)

© 2023 KLAK Icelandic Startups

kt: 440500-2690