fbpx

Gildi KLAK

Vöxtur

Við leggjum okkur fram við að afla okkur þekkingar og kunnáttu til að veita frumkvöðlum mikilvægan stuðning til þess að vaxa og stíga næstu skref.

Gleði

Við ræktum gleðina inn á við til þess að tryggja að stuðningsumhverfi KLAK sé opið og aðlaðandi. Við trúum því að jákvæðni og gleði sé lykilatriði til þess að geta vaxið og dafnað.

Stuðningur

Við stöndum saman sem ein heild til að geta veitt frumkvöðlum og fyrirtækjum á öllum stigum nýsköpunar stuðning og tækifæri sem skila raunverulegum árangri.

KLAK hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar, fjölgar sprotafyrirtækjum sem byggja á hugviti og eykur þannig sjálfbæra verðmætasköpun Íslands. Við hjálpum sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. Klak hefur fyrir löngu skipað sér sess sem lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og leggur sig fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins.

Hlutverk

KLAK er óhagnaðardrifið félag í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. 

KLAK aðstoðar frumkvöðla frá fyrstu skrefum og hefur haldið Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins frá árinu 2008. Gulleggið er keppni á hugmyndastigi og kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla sem eru að hefja sína vegferð. 

KLAK keyrir árlega 3-4 viðskiptahraðla með mismunandi áherslum og eru þeir hugsaðir fyrir teymi sem eru komin vel af stað í vöruþróun.

KLAK er í virku samstarfi við Tækniþróunarsjóð og tekur tvisvar á ári á móti styrkþegum Sprota og Vaxtar í vikulanga vinnustofu auk þess sem KLAK tengir styrkþega við viðeigandi mentora sem fylgja þeim eftir í 6 mánuði.

 

Alþjóðlegt starf

Áhersla er lögð á aðstoð við undirbúning sprotafyrirtækja fyrir alþjóðlegan vöxt og fjármögnun. Stór hluti af því snýr að því að efla samstarfið við leiðandi sprotasamfélög erlendis með markvissum hætti og vekja athygli á framúrskarandi íslenskum sprotum fyrir erlendum fjárfestum og fjölmiðlum.

KLAK er í virku alþjóðlegu samstarfi og eru viðskiptahraðlar hluti af GAN – Global Accelerator Network. Klak er einnig hluti af Nordic Scalers og Nordic Made auk þess sem alþjóðafulltrúi okkar situr í stjórn Nordic Innovation.

 

Sagan

KLAK var stofnað árið 2000 og sameinaðist Innovit árið 2013. Sameinað félag fékk nafnið KLAK Innovit, síðar Icelandic Startups og nú aftur KLAK – Icelandic Startups. Yfir langa sögu fyrirtækisins hafa hundruðir frumkvöðla farið í gegnum hraðla eða tekið þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 

 

 

KLAK stofnað af Origo til að styðja við nýsköpun á Íslandi.

Seed Forum hefur göngu sína árið 2005. CCP og Orf líftækni eru meðal fyrstu fyrirtækja sem kynna hugmyndir sínar. 

 

 

 

 

 

100+ sprotafyrirtæki útskrifast af frumkvöðlanámskeiði Viðskiptasmiðjunnar árin 2009-2013.

Alþjóðlega athafnavikan (International Entrepreneurship Week) sett á fót á Íslandi til að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs.

 

 

 

Nordic Cleantech Open hefst. 

 

 

 

 

 

Ári síðar er Gulleggið haldið í fyrsta sinn. Síðan þá hafa yfir 3000 hugmyndir verið sendar inn í keppnina. 

Innovit stofnað af þremur verkfræðinemum við Háskóla Íslands, SI og NSA. 

 

 

 

 

 

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík gerast hluthafar í Innovit.

Startup Weekend haldið í fyrsta sinn á Íslandi. Alls voru haldnir 12 slíkir viðburðir frá árinu 2010 – 2015 með ríflega 500 þátttakendum.

Efstu 25 Cleantech teymin frá Norðurlönsunum kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og mentorum. 

Kristján Freyr Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri Innovit. Stofnandi og fráfarandi framkvæmdastjóri hefur MBA nám við Stanford háskóla. 

 

 

Startup Energy Reykjavík hefur göngu sína, viðskiptahraðall sem einblínir á orkutengdar viðskiptahugmyndir.

Klak og Innovit sameinast og kallast Klak Innovit fyrst um sinn. 

 

 

 

 

Samstarfi á meðal leiðandi sprotasamtaka á Norðurlöndunum, undir merkjum #NordicMade, komið á laggirnar.

 

 

 

 

Nordic Innovtion Marine Marketing Program (NIMMP) hefur göngu sína. Átján norrænir háskólanemar vinna að vandamálum tengdum, rekjanleika í sjávarútvegi. 

Fyrsti viðskiptahraðallinn á Íslandi, Startup Reykjavík, er haldinn í fyrsta skipti.

 

 

 

 

Salóme Guðmundsdóttir er ráðin framkvæmdastjóri Klak Innovit.

Start Nordic komið á fót með það að markmiði að byggja brýr fyrir norræn sprotafyrirtæki yfir til leiðandi tækni- og sprotasvæða í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Startup Tourism, viðskiptahraðall á sviði ferðaþjónustu, hefur göngu sína.

 

 

 

 

 

Nordic Scalers komið á fót. Ætlað að styðja lengra komin (scale up) fyrirtæki til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum. 

 

 

 

 

 

 

Viðsktiptahraðallinn Firestarter – Reykjavík Music Accelerator hefur göngu sína og ætlað að efla nýsköpun innan tónlistargeirans.

 

 

 

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndir stúdenta stofnaðar innan HÍ og HR í samstarfi við stúdentafélög beggja skóla. 

 

 

 

 

 

 

Icelandic Startups, nýtt nafn Klak Innovit, kynnt til sögunnar. Ætlað að undirstrika áherslu félagsins á alþjóðlegt samstarf og stuðning við alþjóðlega sókn sprotafyrirtækja.

Icelandic Startups tekur við umsýslu TINC (Tech Incubator) í Palo Alto í Sílíkondal fyrir Íslands hönd. 

Viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita komið á fót. Hraðallinn leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í sjávarútvegi og landbúnaði.

Verkefni

Gulleggið
Startup SuperNova
Hringiða Logo 2022
Hringiða
Dafna

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir  

fjármála- og gæðastjóri

Sunna Halla Einarsdóttir  


alþjóðafulltrúi og Verkefnastjóri

Freyr Friðfinnsson  

forstöðumaður KLAK VMS

Magnús Ingi Óskarsson  

Verkefnastjóri

Jenna Björk Guðmundsdóttir  

Verkefnastjóri

Ísey Dísa Hávarsdóttir  

Verkefnastjóri

Andrés Jakob Guðjónsson  

Verkefnastjóri

Kolfinna Kristínardóttir  

starfsnemi

Haraldur Bergvinsson  

Stjórn

stjórnarformaður KLAK - Icelandic Startups

Sigríður Mogensen  


sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Varaformaður klak - icelandic startups

Hrönn Greipsdóttir  


framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

stjórn KLAK - icelandic startups

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir  


FORSTÖÐUKONA NÝSKÖPUNAR OG ATVINNULÍFSTENGSLA HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
stjórn klak - icelandic startups

Oddur Sturluson  


Verkefnastjóri nýsköpunar hjá háskóla íslands
stjórn klak - icelandic startups

Dröfn Guðmundsdóttir  


Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs Origo

is_ISÍslenska