fbpx

Viðskiptahraðlar
og vinnusmiðjur
fyrir frumkvöðla

KLAK hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar, fjölgar sprota-fyrirtækjum sem byggja á hugviti og eykur þannig sjálfbæra verðmætasköpun Íslands. Við hjálpum sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. KLAK hefur fyrir löngu skipað sér sess sem lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og leggur sig fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins.

Freyr og sunna hjá KLAK - Icelandic Startups

Sprotaferli

Það eru fjölmargar leiðir að því að stofna fyrirtæki. Við höfum varðað leiðina til að vekja athygli á því hversu öflugt stuðningsumhverfi nýsköpunar er á Íslandi. Með því að styðjast við sprotaferlið geta frumkvöðlar á auðveldan hátt sótt sér viðeigandi styrki og stuðning á hverju stigi þróunar.

Fjár­mögnunar­umhverfi
sprota­fyrir­tækja

Ýmsar leiðir eru til fyrir sprotafyrirtæki að fjármagna verkefnin sín. 

Bootstrap
Hópfjármögnun
Lán
Styrkir
Viðskiptahraðlar
Englar
FFF
Vísisjóðir