fbpx

Öflugt samfélag mentora

KLAK VMS – Mentoraþjónusta KLAKS – er einn mikilvægasti þáttur í stuðnings-kerfi sprotasamfélagsins og styður við 80-100 sprotateymi á hverju ári.

Klak VMS byggir á bestu fáanlegri aðferðafræði til að hámarka árangur sprota og ánægju mentora        

KLAK VMS er byggt á hugmyndafræði MIT VMS sem hefur síðastliðin 20 ár byggt upp mentorakerfi til stuðnings frumkvöðlum innan MIT háskólasamfélagsins í Boston.

MIT módelið byggir á þremur grunnstoðum:

  • Teymi af tveimur til fjórum mentorum aðstoðar hvern sprota.
  • Fullur trúnaður ríkir innan mentora- og sprotasamfélagsins þannig að sprotarnir geta lagt öll sín vandamál og allar sínar hugmyndir á borðið án áhættu.
  • Mentorar einbeita sér að framgangi sprotanna og mega ekki hafa aðra hagsmuni af þátttökunni. 

 

MIT VMS hefur markvisst dreift þessari þekkingu til annarra og nú eru 132 systurprógröm í gangi í 29 löndum um allan heim.

Íslensku KLAK VMS mentorarnir fá þjálfun frá reyndum kennurum frá MIT og umsjón mentoravinnunnar er samkvæmt fyrirmynd frá MIT. Nú starfa 181 frábærir VMS mentorar með KLAK til að styðja við sprota. 

Þessi vinna hefur skilað ævintýralegum árangri og um það vitna margar reynslusögur. KLAK styður við 80-100 sprotateymi á hverju ári með kennslu og mentorastuðningi. Framfarir teymanna undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta. 

Að vera mentor er eitt mest gefandi starf sem hægt er að hugsa sér. Að miðla af þekkingu sinni, eiga skemmtilegar umræður um hvað kemur sprotanum hraðast áfram og njóta ánægjunnar af því að sjá ráðin skila sér í skýrum framförum mánuð fyrir mánuð er ómetanlegt.   

 

Ef þú ert með þekkingu sem nýtist sprotum og langar til að vera mentor hafðu endilega hafðu samband við okkur hjá Klak VMS.     

 

Mentorar

Starfsfólk

Forstöðumaður

Magnús Ingi Óskarsson

Verkefnastjóri

Jenna Björk Guðmundsdóttir

Bakhjarlar

is_ISÍslenska