Markmið Hringiðu er að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnanna.
Í lok hraðals verða þátttakendur í stakk búin að sækja um í Evrópustyrki LIFE-áætluninnar sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. LIFE er ein af samstarfsáætlunum ESB sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. LIFE-áætlunin gegnir mikilvægu hlutverki við að ná fram á næstu árum nauðsynlegri umbreytingu yfir í hreinna, orkunýtið og kolefnishlutlaust samfélag í anda hringrásarhagkerfisins.
Viðskiptahraðallinn byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og býður upp á metnaðarfullan vettvang og góðan undirbúning fyrir umsóknir í Evrópustyrki. Þungamiðjan í hraðlinum felst í skipulögðum fundum þátttakenda með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum. Um er að ræða sannreynt ferli þar sem allt að tíu sprotaverkefnum er veittur aðgangur að breiðu tengslaneti leiðbeinenda úr atvinnulífinu og markvissri þjálfun.
Umsjón með hraðlinum er í höndum Klak sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Að verkefninu standa Orkuveita Reykjavíkur, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sorpa, Terra, Faxaflóahafnir, Samtök iðnaðarins og Ölgerðin.

Teymin
Sjö teymi taka þátt í Hringiðu 2022.

e1 er Airbnb fyrir hleðslustöðvar rafbíla. Með e1 appinu eða lyklinum eiga rafbílaeigendur að hafa aðgang að öllum hleðslustöðvum sem geta verið ýmist í eigu einstaklinga, húsfélaga, fyrirtækja eða stofnana.

Dragðu úr matarsóun og aukaðu hagnað með GreenBytes – skipulagstól fyrir veitingastaði sem nýtir gervigreind til að segja til um komandi sölu og koma með tillögur af því hvað veitingastaður ætti að vera að panta inn fyrir komandi daga.

Álvit ehf. er að þróa nýjan umhverfisvænan kragasalla fyrir rafgreiningarker álvera og í leiðinni að þróa umhverfisvænan arftaka koltjörubiks, en koltjörubik losar frá sér krabbameinsvaldandi efni við hitun.

Ímyndaðu þér heiminn án rusls. Við hjá Plogg-In viljum bjóða uppá betri upplýsingartæknitól og sterkari samskiptakerfi til þess að hvetja til aukinnar umhverfisvitundar.


Sidewind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir geta nýtt þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu fyrir flutningaskip.

Snerpa Power virkjar stórnotendur rafmagns með því að sjálfvirknivæða álagsáætlanagerð og besta tilboðsgerð inn á markað með kerfisþjónustur. Félagið bætir þannig nýtingu orkuauðlinda, dregur úr aflskorti og eykur samkeppnishæfni raforkumarkaðar.
Fyrirkomulag
Hraðallinn stendur yfir í átta vikur, frá 25. apríl til 15. júní. Dagskráin fer fram eftir hádegi á mánudögum og fyrir hádegi á þriðjudögum. Auk þess að sitja reglulega mentorafundi, taka þátt í hringrásarhagkerfis ráðstefnu og fleiri viðburðum.
Vika 1
25.-29. apríl - Evrópustyrkir

Í fyrstu viku hraðalsins kynnast þátttakendur og mynda tengsl sín á milli. Leiðtogar hraðalsins kynna sig og hlutverk þeirra í hraðlinum. Fyrirlestrar um Evrópustyrki og þátttöku Íslands í LIFE-áætluninni. Sérfræðingar Inspiralia verða með erindi um umsóknarferlið.
Vika 2
2.-6. maí - Nýsköpun

Fyrirlestrar um nýnæmi og TRL skalann. Sérfræðingar Inspiralia taka fyrir fyrsta hlutann í LIFE umsóknum: Excellence. Vinnustofa með sérfræðingum Rannís í umsóknarskrifum.
Vika 3
9.-13. maí - Hringrásarhagkerfið

Framkomunámskeið til að undirbúa þátttakendur fyrir hringrásarhagkerfisráðstefnu í samstarfi við Sjávarklasann. Þar munu teymin kynna verkefnin sín fyrir erlendum sérfræðingum sem munu einnig veita þeim ráðgjöf.
Vika 4
16.-20. maí - Markaðsmál

Fyrirlestrar og vinnustofa um markaðssetningu, vörumerki o.fl. Þátttakendur taka þátt í sjálfbærnidegi Nýsköpunarvikunnar sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Vika 5
23.-27. maí - Viðskiptaáætlanir

Fyrirlestar um viðskiptaáætlanir, markaðsgreining, markhópar, Vinnustofa í gerð viðskiptaáætlanna.
Vika 6
30. maí - 3. júní - Fjármögnun

Fyrirlestrar um fjármögnun og mótframlag Evrópustyrkja. Sérfræðingar Inspiralia verða með fyrirlestur um Impact kaflann í LIFE-umsóknarforminu: Business Plan, Boston Matrix; Business Canvas; Porter’s 5 forces.
Vika 7
6. - 10. júní - Framkvæmd

Fyrirlestur frá sérfræðingum Inspiralia um þriðja lið LIFE-umsóknar, Implementation: Budgeting and eligible costs; Gantt and Pert charts; work packages; consortium management; risk management; dissemination and communication.
Vika 8
13.- 16. júní - Inspiralia dagur

Sérfræðingar Inspiralia koma til landsins og taka ráðgjafafundi með teymunum. Lokahóf hraðalsins.
Mentorar
Mentora fyrirkomulag Hringiðu byggir á hugmyndafræði MIT Venture Management Service, sem hafa þróað fyrirkomulag í yfir tvo áratugi. Þátttakendur sitja í senn og með tveimur til fimm mismunandi mentorum í einu. Mentorar fá að kynnast þátttakendum og velja sér teymi sem þau vilja aðstoða.

50skills
Kristján Kristjánsson

Mobilitus
Helga Waage

Nýsköpunarsjóður
Huld Magnúsdóttir

KPMG
Bjarni Herrera

Alþingismaður
Gísli Ólafsson

Auðna tæknitorg
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

Auðna tæknitorg
Einar Mäntylä

Stofnandi Calidris
Magnús Ingi Ólafsson

Bifröst University
Hanna Kristín

Orkídea
Sveinn Aðalsteinsson

The Icelandic ad agency
Kristján Schram

University of Iceland
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

Gestur Pétursson

Brunnur Ventures
Margrét Ormslev

Founder of Startup Iceland
Bala Kamallakharan

Hugverkastofa
Jón Gunnarsson

Dagný Halldórsdóttir

Georg
Hjalti Páll Ingólfsson

Eyrir
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir
Stýrihópur
Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.

Reykjavíkurborg
Guðný María Jóhannsdóttir

Reykjavíkuborg
Óli Örn Eiríksson

samtök iðnaðarins
Nanna Elísa Jakobsdóttir

Tæknisetur
Guðbjörg Óskarsdóttir

Rannís
Katrín Jónsdóttir

Rannís
Hannes Ottósson

Orkuveita reykjavíkur
Hólmfríður Sigurðardóttir

Íslandsstofa
Birta Kristín Helgadóttir

UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ
Vanda Úlfrún Liv Hellsing

UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ
Kjartan Ingvarsson

Breið
Valdís Fjölnisdóttir

Ölgerðin
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir

sorpa
Jón Viggó Gunnarsson

Terra
Valgeir Baldursson

faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason
