Því fylgir mikil samfélagsleg ábyrgð að takast á við þau úrlausnarefni sem fylgja loftslagsbreytingum, fólksflótta, brottfalli nemenda úr skóla, heilbrigðiskerfinu, byggingariðnaðinum og samfélagi eldri borgara. Flest viljum við stuðla að jákvæðum breytingum á öllum sviðum, öllum hliðum samfélagsins en það hægara sagt en gert.
Samfélagsvandamálin eru af ýmsum toga, sum stór og erfitt að halda utan um og því er mikilvægt að vinna skilvirkt og markvisst að kjarna vandamálsins og vinna að lausnum. KLAK í samstarfi við sérfræðinga MIT DesignX og Höfða friðarseturs, í samfélagshraðlinum Snjallræði leggur áherslu á sprotafyrirtæki kjarni sig, taki áhættu og finni lausnir. Öll þurfa þau að takast á við erfiðar ákvarðanir og úrlausnarefni við uppbyggingu sprotafyrirtækis sem hefur það markmið að leysa samfélagsvanda.
Marel, einn bakhjarla Snjallræðis, eitt þekktasta nýsköpunarfyrirtæki landsins leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, bauð sprotunum í Snjallræði í höfuðstöðvarnar sínar þar sem Svafa Grönfeldt frá MIT DesignX stjórnaði vinnustofur MIT DesignX og fékk til liðs við sig sín bandaríska sérfræðinginn og frumkvöðulinn Yscaira Jimenez.
Yscaira Jimenez, sérfræðingur hjá MIT DesginX i Boston, hóf vinnustofurnar með því að fara yfir ákvarðanatökur á frumstigi við uppbyggingu sprotafyrirtækis og að kjarna samfélagsvandann til að koma með lausnir. MIT DesignX vinnur með hvatakerfi í vinnustofunum sem leiðir sprotana inn á þau braut sem þau vilja fara. Kryfja samfélagsvandamálið til mergjar er krefjandi verkefni en gerlegt.
Sveinn Kjarval, verkefnastjóri hjá Marel bauð öllum velkomna og í kjölfarið fór með alla sprotana í Snjallræði um Marel og ræddi um nýsköpunarferli Marels, hugmyndasmíði og framleiðsluna sem fer fram í Garðabæ við mikla hrifningu allra.
“Það var frábært að fá Snjallræði inn til okkar í Marel. Við erum spennt fyrir samstarfinu og fögnuðum því þessu tækifæri til að hitta sprotana, ræða um nýsköpun frá öllum hliðum og fá að vera flugur á vegg í þeirra vinnustofum. Við trúum á að gott samstarf snúist ekki bara um fjárstuðning heldur finnst okkur skemmtilegast þegar náum að búa til aðstæður þar sem við lærum hvort af öðru og örvum sköpunargleðina” er haft eftir Svein Kjarval verkefnastjóra á viðburðasviði hjá Marel.
Sprotafyrirækin On To Something, Fort, BioBuilding, Okkar heimur, Orb, Sara, stelpa með ADHD, Ylur, Laufið, Hugmyndasmiðir og Hringsveppir sem taka þátt í Snjallræði eiga það öll sameiginlegt að hugsa út fyrir boxið þegar það kemur að samfélgsvandamálum.