fbpx

Vilt þú hafa jákvæð áhrif á sam­félagið?

Við styðjum við teymi sem leggja sjálfbærni til grund­vallar í sinni kjarna­starfsemi og vilja leiða mikil­vægar samfélagsbreytingar.

Hvað er Snjallræði?

Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin.

Snjallræði var stofnað af Höfða friðarsetri árið 2018 og hefur verið keyrt þrisvar frá upphafi. Vaxtarrýmið er í umsjá KLAK, í samstarfi við MITdesignX, og er þungamiðja þess vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með reyndum mentorum.

Markmið vaxtarrýmisins er að ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og er þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. Áhersla er á að ýta undir sjálfbærni í nýsköpun og byggja upp sprota sem styðja með beinum hætti við eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna allt frá fyrstu skrefum.

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Samfélagsleg nýsköpun felst í því að nýta aðferðafræði nýsköpunar og hönnunarhugsun til þess að tækla samfélagslegar áskoranir og byggja upp kerfi og lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild.

Á þín hugmynd heima í Snjallræði?

 • Snjallræði styður við teymi sem leggja sjálfbærni til grundvallar í sinni kjarnastarfsemi og vilja leiða mikilvægar samfélagsbreytingar.
 • Tekið er á móti nýsköpun á öllum stigum, frá ferskum hugmyndum til þróaðra nýsköpunarverkefna og fyrirtækja.
 • Snjallræði er opið fyrir fjölbreytt teymi, frjáls félagasamtök og fyrirtæki sem vilja fá tækifæri til þess að þróa eigin hugmyndir áfram og finna þeim sjálfbæran farveg.

Hvað getur Snjallræði boðið ykkur?

 • 16 vikna prógram í samstarfi við MIT designX
 • Aðgang að tengslaneti og ráðgjöf frá öflugum hópi mentora og sérfræðinga á sviði samfélagsmála, heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og nýsköpunar
 • Aðstöðu í Grósku, suðupotti nýsköpunar í Vatnsmýrinni
 • Þjálfun frá erlendum og innlendum sérfræðingum í samfélagslegri nýsköpun, m.a. frá
 • MIT, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Reykjavíkurborg

Hvað færðu út úr þátttöku í Snjallræði?

Teymin sem taka þátt í Snjallræði fá að taka þátt í fjórum tveggja daga vinnustofum hér á landi á vegum Svöfu Grönfeldt og samstarfsfélaga hennar frá MIT designX. Vinnustofurnar fara fram á fjögurra vikna fresti en þess á milli njóta teymin handleiðslu færustu sérfræðinga hér á landi við að þróa lausnirnar áfram. Vinnustofurnar eru þemaskiptar og taka á mismunandi þáttum í þróunarferlinu, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli, furumgerðarksöpun og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

Sprotar

10 teymi tóku þátt í Snjallræði árið 2022

BioBuilding

Ræktun framtíðarbygginga: íslensk hampsteypa og notkunarmöguleikar hennar.

Fort

Fort vinnur gegn hröðun á tapi vöðvamassa- og vöðvastyrk (acute-sarcopenia) hjá sjúklingum sem eru rúmfastir á spítala í lengri tíma með sérstakri fótapressu til að viðhalda vöðvastyrk.

Hringvarmi

Hringvarmi ræktar grænmeti á vistvænan hátt, í nálægð við neytendur, með einstakri hringhagkerfis lausn.

Hugmyndasmiðir

Verkefnið Hugmyndasmiðir fræðir krakka um nýsköpun og dregur fram fyrirmyndir frumkvöðla af öllum kynjum, aldri, sviðum og landshlutum Íslands. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Laufið

Laufið er nýr stafrænn vettvangur með hagnýtum verkfærum og hvatakerfi sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að grænna og sjálfbærara samfélagi.

Ylur

Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.

On To Something

On to Something (OTS) er alþjóðlegur rafrænn viðskiptavettvangur þar sem afgangsefni ganga kaupum og sölum.

Orb

Orb þróar tækni til að mæla kolefnisbindingu skóga á ódýran og aðgengilegan hátt til að stuðla að ábyrgri kolefnisjöfnun og framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

Sara, stelpa með ADHD

Markmið Söru, ADHD stelpunnar, er að vekja athygli barna og þeirra sem standa þeim næst á mismunandi birtingarmyndir ADHD í stelpum og strákum. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar svo að „týndu stelpurnar“ fái þá athygli, aðstoð og skilning sem þær þurfa.

Fyrirkomulag

Dagskrá Snjallræðis árið 2022 fór fram aðra hvora viku. MIT designX vinnustofurnar eru fjórar talsins, eða einu sinni í mánuði. Á milli vinnustofanna verða Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands með vinnusmiðjur. Auk þess hitta þátttakendur mentorana fjórum sinnum yfir tímabilið og taka þátt í ýmsum viðburðum. 

 

25- 26. ágúst: Understand

Hvaða vandamál er verið að leysa og hver mun njóta góðs af lausninni? 

Áhersla lögð á:

 • Þarfagreiningu (e. Needs analysis)
 • Markaðskönnun (e. Market segmentation)
 • Hagaðilagreiningu (e. Stakeholder map)
 • Afbyggingu (e. Deconstruction)

   

22. – 23. september: Solve

Hver er lausnin og hver er ávinningurinn af henni fyrir hagaðila ? 

Áhersla lögð á:

 • Hönnun markmiðs (e. Mission design)
 • Virði lausnarinnar (e. Value proposition)
 • Ferðalag notandans (e. User journey)
 • Hraða úrvinnslu á fyrstu frumgerð (e. Rapid prototyping)

   

21- 22. október: Envision

Hverju viljum við ná fram og hvaða gildi liggja til grundvallar við ákvarðanatöku?

Áhersla lögð á:

 • Að hanna framtíðarsýn (e. Vision design) 
 • Gildi stofnenda og stofnsamninga (e. Founder’s values / negotiations)
 • Sjálfbær viðskiptamódel 
 • Fólk og samstarfsaðila

   

16. – 17. nóvember: Execution

Hvernig er best að hrinda lausninni í framkvæmd, skala hana og fjármagna?

Áhersla lögð á:

 • Aðgerðaráætlun
 • Fjárhagsáætlun
 • Fjármögnun 
 • Söguna og pitch-ið

 

Mentorar

Örn Viðar Skúlason

Fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóðs

Erik Figueras Torras

Framkvæmdastjóri símans

Dagný Jónsdóttir

Deildarstjóri Auðlindagarðs HS Orku

Anna Signý Guðbjörnsdóttir

UX Researcher & Service Designer @ Kolibri

Karl Guðmundsson

Forstjóri Florealis ehf.

Lóa Bára Magnúsdóttir

Markaðsstjóri Origo

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

Viðskiptaþróunar- og fjármálastjóri Auðnu Tæknitorgs ehf

Bárður Örn Gunnarsson

Framkvæmdatjóri Svartitindur ehf.

Sigurjón Þórðarson

Human Resource Business Partner - CCP

Gestur R. Bárðarson

Framkvæmdastjóri/eigandi Punktur ehf

Hanna Kristín Skaftadóttir

Fagstjóri Viðskiptagreindar Háskólinn á Bifröst

Anna Margrét Guðjónsdóttir

Stofnandi & framkvæmdastjóri Evris ehf.

Halla Helgadóttir

Framkvæmdastjóri - Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Gunnlaugur Árnason

CMCO - Sidekick

Heiða Kristín Helgadóttir

Framkvæmdarstjóri Niceland SEafood

Ágúst Freyr Ingason

Vertu ehf

Jón Páll Leifsson

MARKAÐSSÉRFRÆÐINGUR KERECIS

Gestur Pétursson

Ráðgjafi

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

Deildarstjóri nýsköpunar Háskóli íslands

Margrét Júlíana Sigurðardóttir

stofnandi mussila

Hólmfríður Sveinsdóttir

Rektor háskólinn á hólum

Gunnar Tryggvason

hafnarstjóri faxaflóahafnir

Sæmundur Sæmundsson

framkvæmdastjóri efla hf.

Viktoría Valdimarsdóttir

stjórnarformaður responsible solutions

Kristján Schram

markaðsráðgjafi instrúment

Kjartan Þórsson

stofnandi og framkvæmdastj. nordverse medical solutions

Sævar Garðarsson

System Lead Engineer Medical Exoskeletons Össur hf

Ósk Sigurðardóttir

framkvæmdastJÓRI SJÁLFSBJÖRG

Þóranna K. Jónsdóttir

stafrænn markaðsráðgjafi

Gísli Ólafsson

Alþingi

Guðmundur Páll Líndal

stofnandi og framkvæmdastj. lava cheese

Soffía Kristín Þórðardóttir

Product porfolio manager, Origo

Dagný Halldórsdóttir

verkfræðingur

Daddi Guðbergsson

Ráðgjafi E4

Stýrihópur

Svafa Grönfeldt

MIT

Auður Örlygsdóttir

Höfði friðarsetur

Pia Hansson

HÖFÐI FRIÐARSETUR​

Hulda Hallgrímsdóttir

Reykjavíkurborg

Magnús Þór Torfason

Háskóli Íslands

Thomas Pausz

Listaháskóli Íslands

Hallur Þór Sigurðsson

Háskólinn í Reykjavík

Sveinn Kjarval

Marel

Gunnar Sveinn Magnússon

DELOITTE

Dóra Björk Þrándardóttir

LANDSVIRKJUN

Lóa Bára Magnúsdóttir

ORIGO

ÓliRVK

Óli Örn Eiríksson

Reykjavíkurborg

snjallræði stýrihópur

Tryggvi Haraldsson

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bakhjarlar