fbpx

Sigríður Mogensen tók við sem formaður stjórnar KLAK

Ný stjórn Klak – Icelandic Startups tók við störfum á aðalfundi félagsins þann 18. apríl síðastliðinn. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, tók við sem formaður stjórnar Klak – Icelandic Startups.

Sigríður Mogensen tekur við af Soffíu Kristínu Þórðardóttur fyrrverandi product portfolio manager hjá Origo, sem nú stýrir sprotafyrirtækinu PaxFlow. Soffía hefur verið stoð og stytta KLAK í gegnum öll verkefni sem lágu fyrir á síðastliðnu starfsári og inn á nýtt starfsár en nýr framkvæmdastjóri, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, tók við störfum 1. mars á þessu ári. 

Hrönn Greipsdóttir, frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins var kjörin varaformaður og Dröfn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Origo, var kjörin ný inn í stjórn.

Stjórnendur sem tilnefndir voru á aðalfundi KLAK- Icelandic Startups af eigendum:

Stjórnarformaður

Sigríður Mogensen, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins.

Varaformaður

Hrönn Greipsdóttir, tilnefnd af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Meðstjórnendur

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, tilnefndur af Háskóla Reykjavíkur.

Dröfn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Origo.

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands.

is_ISIcelandic