fbpx

10 teymi etja kappi um Gulleggið 2024 

Nú er ljóst hvaða tíu teymi munu etja kappi um Gulleggið 2024! 

Það verður þétt dagskrá hjá teymunum um helgina 3. – 4. febrúar en það sem tekur við eru vinnustofur, fyrirlestrar og framkomuþjálfun. Teymin 10 munu kynna hugmyndir sínar fyrir framan dómara og velunnara Gulleggsins í hátíðarsal Grósku á keppnisdaginn þann 9. febrúar. 


Cloud Solutions ehf.

JarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónatækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður upp á fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.

Explore Iceland – tour guide

Leiðsögumaðurinn í bílinn.

FairGame

FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegann styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir.

Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur!

FairGame Appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.

Flöff – textílvinnslan

Þróa nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textíl úrgang hjá fyrirtækjum td starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.

Memm.Care

AI assisted care for dementia patients. 100 Happy days, enhancing patients’ quality of life.

Sea Growth

Hugmyndin er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktarð upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.

Snatalabb

An app, which connects dog owners and certified sitters and walkers to exchange services and create a safe and healthy job environment in Iceland to compete on the global market. The concept is based on the Uber/Airbnb model, founding a platform with great potential to impact a community.

Thorexa

Með það meginmarkmið að byggja upp tæknina fyrir miðlægan gervigreindar drifin gagnagrunn sem kjarna starfstöðva. Þá er planið að byrja með spjallviðmóti á gögnum fyrrum starfsmanna og einnig byrja með virtual-fundastjóra. Megin starfsemi Thorexa verður sem ráðgefandi í notkun þessara tóla og þróun á miðlægum gervigreindar drifnum gagnagrunni.

Ullarkögglar

Adding value to farmer’s low quality wool and enriching our soils with organic wool pellet fertilizer.

Vegskáli

Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.

is_ISÍslenska