fbpx

Topp 10 sem keppa um Gulleggið 2024

Föstudaginn 9. febrúar fáum við að vita hvaða hugmynd hreppir Gulleggið 2024!

Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er eitt af flaggskipum KLAK – Icelandic Startups verður keyrt í gang í 17. skiptið í ár.

Viltu vera í salnum í Gróska hugmyndahús þegar sigurvegari tekur við Gullegginu 2024?

Skráðu þig hér til að tryggja þér sæti í hátíðarsal Grósku:
https://forms.gle/HQEwwUBgsJ5w1CQ36

Það verður hægt að kjósa um vinsælasta teymið! Það verður sagt frá því hvernig því verður hátt á keppninni sjálfri í Grósku.

Hér eru TOPP 10 teymin sem munu keppast um Gulleggið 2024

Explore Iceland – tour guide

Explore Iceland – tour guide er leiðsögumaðurinn í bílinn.

Teymið: 

Zakarías Friðriksson
Þórður Friðriksson

FairGame

FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir.

Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur !

FairGame Appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.

Teymið: 

Jóhannes Ólafur Jóhannesson
Jón Levy Guðmundsson

Flöff – textílvinnslan

Flöff – textílvinnslan þróar nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textílúrgang hjá fyrirtækjum td starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.

Teymið: 

Sæunn Kjartansdóttir
Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir
Ragnheiður Stefánsdóttir
Margrét Katrín Guttormsdóttir
Sigríður Tryggvadóttir
Júlíana Sveinsdóttir

JarðarGreining

JarðarGreining er verkefni sem stefnir að því að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónartækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður uppá fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.

Teymið: 

Morgane Priet-Mahéo
Eysteinn Sigurðsson

Memm.Care

Memm.Care is AI assisted care for dementia patients. 100 Happy days, enhancing patients’ quality of life.

Teymið: 

Sigrún Jenny Barðardóttir
Halli Þorkelsson

Sea Growth

Hugmynd Sea Growth er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktað upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.

Teymið:
Birgitta G.S: Ásgrímsdóttir
Alexander Schepsky
Martin Uetz
Sigrún Guðjónsdóttir

Snatalabb

Snatalabb is an app, which connects dog owners and certified sitters and walkers to exchange services and create a safe and healthy job environment in Iceland to compete on the global market. The concept is based on Uber/Airbnb model, founding a platform with great potential to impact a community.

Teymið: 

Charlotta Sigmundsdóttir
Nastasia Czechwska
Hróbjartur Böðvarsson
Elías Helgi Kofoed-Hansen

Thorexa

Thorexa mun byggja upp tölvupóstsvar við þeim póstum sem berast út frá fyrri póstum og gögnum fyrirtækisins. Þetta mun stytta skriftíma starfsmanna og líkir eftir þeirra skrifstíl.

Sama lausn getur svo svarað póstum sjálfvirkt til annarra starfsmanna fyrirtækisins ef starfsmaður hættir svo vitneskja hans glatist ekki í gagnaóreiðunni.

Teymið: 

Þór Tómasarson
Indriði Thoroddsen
Bjarni Þór Gíslason
Íris Líf Stefánsdóttir

Ullarkögglar

Ullarkögglar will ad value to farmer’s low quality wool and enriching our soils with organic wool pellet fertilizer.

Teymið:
Alice Sowa

Vegskáli

Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.

Teymið:
Ásgeir Halldórsson
Annas Jón Sigmundsson
Svavar Halldórsson

is_ISIcelandic