fbpx

Frambærilegustu sprotarnir í Startup SuperNova

Frambærilegustu og efnilegustu sprotafyrirtæki Íslands kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum hátíðarsal í Grósku á aðaldegi Startup SuperNova. Að loknum kynningum sprotanna var slegið upp í heljarinnar partý í höfuðstöðvum KLAK í Grósku þar sem einn vinsælasti tónlistarmaður landsins Emmsjé Gauti, hin goðsagnakennda Cell 7 tróðu upp og trilltu lýðinn. Fjárfestadagurinn eins og hann er jafnan kallaður hjá KLAK, fór langt fram úr vonum allra. Fulltrúar Nova, aðal bakhjarl Startup SuperNova, frumkvöðlar, sprotar, mentorar og fjárfestar fögnuðu öll vel með mat og drykk. 

Startup SuperNova, viðkiptahraðallinn, er feikistór stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og mikilvægur vettvangur til tengslamyndunar við aðila í atvinnulífinu, reynda mentora og frumkvöðla sem hafa yfir að ráða þekkingu og reynslu á sprota- og nýsköpunarumhverfinu. Markmið hraðalsins er að styðja við frekari vöxt fyrirtækja tengdum hugviti, nýsköpun og tækni. Nova er helsti bakhjarl hraðalsins sem fór fram í þriðja sinn í ár.

Grasrótin er orðin gríðarlega öflug og hefur KLAK skipað sér sess sem lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og hefur lagt sig fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins. Þungavikta konur og menn úr viðskiptalífinu hafa verið viðloðandi sprotaumhverfisins frá upphafi og einn þeirra sem þekkir vel til er Guðjón Már Guðjónsson sem jafnan er kenndur við Oz en hann tók sér stöðu í panel Startup SuperNova og spurði sprotana spjörunum úr ásamt Kristjáni Inga Mikaelssyni hjá MGMT og Jenný Ruth Hrafnsdóttur hjá Crowberry. 

Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK – Icelandic startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir en KLAK er í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Origo.

Bulby er hugbúnaðarlausn sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleði og hjálpa fólki að fá fleiri og meira skapandi hugmyndir til að leysa hin ýmsu vandamál. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir bæði persónulegan og viðskiptalegan árangur, sem er sérstaklega mikilvægt núna þegar rannsóknir sýna að sköpunargleði er að minnka og eftirspurn er að aukast. 

Birna Dröfn Birgisdóttir

Hannes Agnarsson Johnson

Deed er fyrsti neytendamiðaði samskiptavettvangur fyrir pakkasendingar. Með Deed geta neytendur fylgst með öllum sínum sendingum á einum stað óháð því hvaða fyrirtæki sér um afhendingu. Í stað þess að þurfa að sækja allar upplýsingar á marga mismunandi staði geta neytendur og sendingafyrirtæki átt samskipti og haft yfirsýn með sendingum með Deed.

Magnús Sigurbjörnsson

Þorvaldur Skúlason

Einar Jónsson

Við hjá Euneo viljum auka lífsgæði einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvandamál með því að veita þeim aðgang að einstaklingsmiðaðri endurhæfingaráætlun og fræðslu unna af heilbrigðisstarfsmönnum. Snjallforritið okkar leiðir notendur í gegnum endurhæfingarferlið með því að hjálpa þeim að fylgjast með uppáskrifuðum æfingum og árangri og með því að veita þeim skýra og hnitmiðaða fræðslu um ástand sitt.

Daníel Már Friðriksson

Friðrik Jónsson

Kjartan Örn Bogason

Torfi Tímoteus Gunnarsson

FitTales er smáforrit fyrir einstaklinga/hópa sem vilja skipuleggja hreyfinguna sína fyrirfram og hafa alla sína hreyfingarsögu á EINUM stað.

Viðar Friðriksson

Eva Rós Brink

Agnes Flosadóttir

Keeps er hugbúnaðarlausn sem gerir ferðaþjónustuaðilum kleift að halda utan um allar sínar myndir á einum stað og deila myndum þaðan á helstu bókunarsíður og samfélagsmiðla. Lausnir Keeps snúa að einföldun ferla sem sparar ferðaþjónustuaðilum tíma, eykur sýnileikann hjá bókunarsíðunum og um leið söluna.

Guðrún Ragnarsdóttir

Nína Auðardóttir

Ari Björn Ólafsson

NúnaTrix sérhæfir sig í gerð kennslutölvuleikja innan heilbrigðisgeirans, en þar fléttast saman gagnreynd þekking heilbrigðisvísinda,  tölvuleikjafræði og hönnun til að búa til leiki sem nýtast til fræðslu hjá bæði börnum og fullorðnum.  Markmið okkar er að nota nýjustu stafrænu leikjatækni til að búa til gagnvirka tölvuleiki til að bæta og þróa sjúklingafræðslu. Leikir hafa sannað sig sem góð leið til að tileinka sér nýja þekkingu á skemmtilegan hátt. 

Katrín Jónsdóttir

Brynja Ingadóttir

Vallý Helgadóttir

Opus Futura er veflausn sem hjálpar fjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum að spila betur saman á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Herdís Pálsdóttir

Helga Jóhanna Oddsdóttir

Sundra er hugbúnaðarlausn sem einfaldar og sjálfvirkivæðir sköpun markaðsefnis. Notandinn þarf einungis að taka upp eitt myndband og Sundra umbreytir því í bloggfærslur, hljóðvörp, youtube myndband og séraðlagað efni fyrir hvern og einn af samfélagsmiðlunum.

Haukur Guðjónsson

Thorunn Jonsdottir

Magnús Jonsson

Level Up

LevelUp gerir fólki auðveldara að stunda fjölbreytta hreyfingu og áhugamál á aðgengilegri máta.

Sölvi Smárason

Robin William Varadaraj

Ívar Óli Sigurðsson

Mikael Ingason

Svavar Berg Johansson

Mindnes


Mindnes er sjálfvirkt tímaskráningar-app með gervigreind. Nóg er að innsetja appið og svo þarf notandinn ekkert að gera meira til að Mindnes byrji að flokka og skrá staðssetningar bæði innan og utanhúss. Appið býr sjálfkrafa til hitamyndir af því rými sem starfsmaður er inni í. Við bjóðum upp á ókeypis útgáfu sem er mjög áhugaverð en Premium útgáfan er seld í áskrift sem “addon” app fyrir öll vinsælustu verk og bókhaldskerfi heims svo sem Tempo, Sap, Oracle,Sage, Asana, Microsoft Dynamics 365 o.fl.

Baldvin Baldvinsson

Guðjón H. Bernharðsson

Gústaf Guðmundsson

is_ISÍslenska