fbpx

Gulleggið er fyrir öll og ömmu þeirra!

Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra?

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Þann 7. desember verður kynningarviðburður fyrir Gulleggið í Grósku þar sem að keppnin verður kynnt ásamt því að KLAK teymið verður á svæðinu að taka á móti áhugasömum í spjall og svara spurningum um Gulleggið.

Það þarf ekki að skrá sig á viðburðinn, endilega mætið og við hlökkum til sjá ykkur sem flest!

📍 Staðsetning: Gróðurhúsið. 2.hæð í Grósku
🗓 Dagsetning: 7. desember
⏰ Tími: 16:00 – 18:00

Skráning í Gulleggið er hafin og við hvetjum öll sem liggja á hugmynd (eða án hugmyndar!) til að skrá sig! Þú getur skráð þig í Gulleggið á gulleggid.is 🚀

is_ISIcelandic