Markmið Startup Tourism er að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Opið er fyrir umsóknir til og með 13. október.
Markmið hraðalsins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á verkefninu stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.
Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem skiptist upp í fimm tveggja daga lotur. Þær fara fram á mánudögum og þriðjudögum í Grósku í Reykjavík og í gegnum fjarfundarbúnað.
Hraðallinn hefst 28. október og lýkur með glæsilegum lokadegi þann 27. nóvember.
Tekið er við umsóknum til og með 13. október, sækið um hér.
Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.
Startup Tourism hraðallinn var keyrður árlega á árunum 2016-2019. Hér að neðan er að finna starfandi sprotafyrirtæki sem tóku þátt í hraðlinum.
A natural MTB trail system and a farm in South Iceland. Glamping accommodation and an event venue.
Sports travel and event organiser that specialises in creating outstanding experiences for our customers.
Arctic Surfers is Iceland’s one and only surf tour operator, offering surfing, snowboarding, SUP excursions and personalized adventure tours.
We hand-pick and promote local and authentic services and experiences through printed maps, app and website.
Traustholtshólmi er undurfögur náttúruperla, staðsett skammt frá ósum Þjórsár.
Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.
A selection of Food Tours, Reykjavík and West Iceland. Meet the locals, hear stories and taste delicious artiisanal food.
Mentoraþjónusta KLAK – Icelandic Startups, KLAK VMS er einn mikilvægur hlekkur í stuðningskerfi StartupTourism.
Mentora fyrirkomulag KLAK VMS byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service, en það er fyrirkomulag sem hefur verið í þróun hjá MIT háskólanum í Boston í yfir tvo áratugi. Þátttakendur í StartupTourism munu funda nokkrum sinnum með tveggja til fimm manna mentorateymi á meðan hraðlinum stendur og eftir að honum lýkur.
Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.
© 2024 KLAK Icelandic Startups
kt: 440500-2690