fbpx

Viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla
í ferðaþjónustu

Markmið Startup Tourism er að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Lokað var fyrir umsóknir 13. október.

Lokadagur Startup Tourism 2024

 

Upptaka frá kynningarfundi Startup Tourism í ESSÓ safninu 26. september.

Tækifæri í ferðaþjónustu um land allt

 

 

 

 

Markmið hraðalsins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

 

Fyrirkomulag

Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á verkefninu stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.

Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem skiptist upp í fimm tveggja daga lotur. Þær fara fram á mánudögum og þriðjudögum í Grósku í Reykjavík og í gegnum fjarfundarbúnað. 

Hraðallinn hefst 28. október og lýkur með glæsilegum lokadegi þann 27. nóvember

Lokað var fyrir umsóknir í hraðalinn þann  13. október. 

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum. 

Þátttakendur 2024

Upplýsingar um teymin sem taka þátt í Startup tourism 2024

Alheimur

Alheimur er vísindasetur sem inniheldur gagnvirkt og áhugavert efni um eðli vísinda og tækni. Í Alheimi er skemmtun og fræðsla samþætt svo upplifun verður einstök.

True Arctic Travel ferðaþjónusta miðar að því að ferðafólk geti notið Artískrar náttúru (Norðurslóða) og ferðalaga þar með sjálfbærum hætti og án þess að skapa átroðning á þeim stöðum þar sem ferðast er um. 

HotSheep einbeitir sér að svokölluðum last-minute bókunum á upplifunum. Fyllt er upp í ferðir með því að bjóða hvetjandi afslætti þegar það er stutt í brottför. Með þessu fær ferðaskipuleggjandinn betri nýtingu og ferðamaðurinn fær betri verð.

Verkefnið snýst um það að gefa erlendum ferðamönnum færi á að leigja sér góðan útivistarfatnað á hagkvæmu verði á meðan á dvöl sinni stendur. 

Nord Temp

Norræn atvinnumiðstöð sem tengir fyrirtæki í ferðaþjónustu við hæft starfsfólk. Vettvangurinn  straumlínulagar ráðningarferli fyrir störf þar sem vinnutími og vaktir eru sveigjanlegar og tryggir að fyrirtæki geti fljótt fundið hæft starfsfólk þegar þau þurfa mest á því að halda.

 

PMU (Pick Me Up)

PMU er sérsniðinn hugbúnaður fyrir ferðaþjónustu sem eykur utanumhald í skutlþjónustu fyrir ferðamenn. Notandinn getur nýtt sér leiðarvísi sem auðveldar honum að finna sína stoppistöð og tryggir að hann sé á réttum stað. Innstimplunin sýnir fram á að kúnnin hafi verið mættur á réttum tíma og réttum stað ef svo skyldi að rútan færi án hans.

Snotra Sustainability

Snotra er að þróa gervigreindarlausn byggða á SaaS til að styrkja ferðaþjónustuna, tryggja samræmi við sjálfbærnistefnu ESB og iðnaðarstaðla með gagnasöfnun og dreifðri, gagnvirkri þjálfun sem miðar að því að auka heildarþátttöku í sjálfbærni í ferðaþjónustu.

Guyde

Guyde er raddstýrt leiðsöguapp sem, með hjálp spunagreindar og talgervilstækni, veitir ferðalöngum á einka- og bílaleigubílum félagsskap og leiðsögn í samræmi við staðsetningu þeirra og persónulegar óskir.

Ævintýraeignir

Ævintýraeignir áforma að gera nýjan áfangastað á Suðurlandi, nánar tiltekið Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Ætlunin er að bæta aðgengi og öryggi með merkingum og stikum fyrir hjóla og göngufólk. Bæta aðgengi með rútuferðum upp á fjall. (líka fyrir hreyfihamlaða) Bæta öryggi með því að hafa áningarstað upp á fjalli með salerni og veitingum.

 

Mentorar

Mentoraþjónusta KLAK – Icelandic Startups, KLAK VMS er einn mikilvægur hlekkur í stuðningskerfi StartupTourism. 

Mentora fyrirkomulag KLAK VMS byggir á hugmyndafræði MIT  Venture Mentoring Service, en það er fyrirkomulag sem hefur verið í þróun hjá MIT háskólanum í Boston í yfir tvo áratugi. Þátttakendur í StartupTourism munu funda nokkrum sinnum með tveggja til fimm manna mentorateymi á meðan hraðlinum stendur og  eftir að honum lýkur.

Smelltu hér til að sjá hvaða mentorar eru hluti af KLAK VMS

Stýrihópur

Fulltrúar bakhjarla mynda stýrihóp verkefnisins. Stýrihópur verkefnisins tekur meðal annars þátt í yfirferð umsókna og vali á þeim viðskiptahugmyndum sem býðst þátttaka í hraðlinum.

3
Framkvæmdastjóri Ferðaklasans

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

5
Forstöðumaður sölu og markaðssviðs Iceland Hotel Collection by Berjaya

Arndís Anna Reynisdóttir

1
Forstöðumaður verslunarsvið, Einstaklingssvið - n1

Jón Viðar Stefánsson

4
Sérfræðingur á skrifstofu viðskipta og ferðamála / Menningar- og viðskiptaráðuneyti

María Reynisdóttir

2
Framkvæmdastjóri Ferðasviðs - Icelandia

Ásta Guðmundsdóttir

stýrihópur ST
Fagstjóri, ferðaþjónustu (N-Ameríka, Þýskaland og Spánn) hjá Íslandsstofu

Oddný Arnarsdóttir

stýrihópur ST (1)
Director Global marketing - Icelandair

Gísli S. Brynjólfsson

stýrihópur ST
Hafnarstjóri Faxaflóahafna

Gunnari Tryggvasson

Bakhjarlar

Samstarfsaðilar

Starfsfólk

Verkefnastjóri

Kolfinna Kristínardóttir

Verkefnastjóri

Ísey Dísa Hávarsdóttir  


Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavík

[email protected]

Untitled (72 × 12in) (Logo) (10)

© 2024 KLAK Icelandic Startups

kt: 440500-2690