fbpx

Konur í Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs fer fram í dag en alls munu 91 verkefni hljóta styrk að þessu sinni.

Þegar skoðað er hlutfall eftir kyni verkefnastjóra má sjá að tæpur þriðjungur verkefnastjóra eru konur. Af þessum 91 verkefnum sem hljóta styrk eru níu verkefni sem farið hafa í gegnum hraðla hjá KLAK og vekur athygli að af þessum níu verkefnum eru sjö þeirra leidd af konum.

“Það má því með sanni segja að öflugt stuðningsumhverfi nýsköpunar skilar árangri í að rétta af kynjahlutfall í úthlutun fjármagns til nýsköpunar. Við óskum öllum styrkþegum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til samstarfsins áfram!”, segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK

is_ISIcelandic