fbpx

Treble sigurvegari New Nordics Pitch Competition

Í fyrsta skiptið á Íslandi var efnt til keppni um besta Pitch á frambærilegustu sprotafyrirtækjum Íslands í New Nordics Pitch Competition sem Klak – Icelandic Startups hafði umsjón með við fullan hátíðarsal í Grósku 20. maí. Keppnin var unnin í samstarfi við Silicion Vikings, Weird Pickle, Íslandsstofa.

Sigurvegari New Nordics Pitch Competition er Treble Technologies, sproti sem var stofnaður árið 2020 af þem Finni Pind og Jesper Pedersen og nokkrum faglærðum hljóðfræðingum.

Keppnisdagurinn var haldin á síðasta degi Innovation Week sem hófst með látum 16. maí. Allt helsta fólk úr viðskiptaheiminum, fulltrúi frá kanadíska sendiráðinu, frumkvöðlar og sprotar lögðu leið sína í Grósku. Gríðarleg spenna ríkti fyrir keppnina en boðið var í fordrykk þar sem DJ Jay-O gaf tóninn.

Átta sprotafyrirtæki stigu á svið og kynntu fyrirtækin sín fyrir erlenda dómara við mikin fögnuð áhorfenda. Erlendu dómararnir þaulspurðu hvert og eitt sprotafyrirtæki eins og það gerist best í Shark Tank eða “hákarlabúri”. Við tók einkunnargjöf og val á sigurvegara. 

Sprotafyrirtækin sem komu fram réttri röð:

Treble Technologies
Heima
Plaio
Vitar Games
GreenBytes
Rebutia
Flow
Alor

is_ISÍslenska