fbpx

Lokakeppni Gulleggins 2023 í Grósku 10. febrúar

Lokadagur og verðlaunaafhending Gulleggsins 2023 fer fram í hátíðarsal Grósku 10. febrúar kl. 16:00 á Stöð 2 Vísis, visir.is og á gulleggid.is.

Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni landsins og fer hún nú fram í 16. skiptið. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf. 

Met þátttaka var í ár er 374 einstaklingar skráðu sig til leiks í Masterclass Gulleggsins, að honum loknum skiluðu 101 teymi inn sinni kynningu og munu þau 10 efstu keppa um Gulleggið 2023 þann 10. febrúar kl. 16:00 í hátíðarsal Grósku.

Gulleggið er í umsjón Klak – Icelandic Startups sem býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum og hefur farið fram árlega síðan 2008.

Aðalbakhjarl Gulleggsins 2023 er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykjavíkurborg, Hugverkastofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóðurinn, Crowberry capital, KPMG, Ölgerðin, Brunnur, Kvika eignastýring, Gróska, Frumtak ventures, Vörður auk Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

is_ISIcelandic