fbpx

Sigga Dögg og Sævar hjá Better Sex unnu Gulleggið

Stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands, Gulleggið, var haldin á dögunum í hátíðarsal Grósku þar sem Topp 10 hugmyndirnar kepptu um Gulleggið 2023. Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta keppandan að mati almennings. 

Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson í Better Sex hlutu Gulleggið 2023 en þau kynntu hugmyndina að Better Sex sem er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Ólafur M. Magnússon hjá Landsbankanum veitti teyminu 1. milljón króna aðalvinning. Salóme Bregt Hollanders, hönnuður afhenti Siggu Dögg og Sævari Eyjólfssyni verðlaunagrip sem hún hannaði sérstaklega fyrir Gulleggið 2023.


Soultech lenti í öðru sæti en teymið samanstendur af þeim Davíði Haraldssyni, Stefáni Ólafssyni, Bryndísi Jóhannsdóttur, Pétri Erni Jónssyni og HrefnuLíf Ólafsdóttur. SoulTech þróar stafrænt umhverfi sem auðveldar alla sálfræðimeðferðarvinnu.

Í þriðja sæti lentu tvíeykið Þórey Rúnarsdóttir og Marta Schluneger fyrir hugmyndina StitchHero. Hugmyndin mun kollvarpa því hvernig skapandi prjónarar prjóna með því að valdefla þau til þess að hanna og skapa flíkur eftir eigin höfði. Hönnunarhugbúnaður með þæginlegu viðmóti sem umbreytir hönnun í nýtanlega prjónauppskrift.


Bergur Ebbi opnaði keppnina við mikinn fögnuð og hrifningu í beinni útsendingu úr hátíðarsal Grósku. Bakhjarlar Gulleggsins, dómarar, aðrir boðsgestir og almenningur sem horfðu há í beinni útsendingu um land allt hlýddu hugfangin á hugmyndir allra keppenda og var andrúmsloftið sem segir spennuþrungið þegar niðurstöður um þrjú efstu sætin voru tilkynnt.


Almenningur fær að kjósa vinsælasta Gulleggsteymið og í ár kom sú viðukenning í hlut tvíeykinu hjá Pelliscol, Írisar Bjarkar Marteinsdóttur og Ívari Erni Marteinssonar frá Sauðárkróki. Pelliscol ætlar að þróa og setja á markað Spa húðvörur byggðar á íslensku kollageni og færa þannig kollagenið nær húðinni. 

Harpa Hjartardóttir sem kynnti hugmyndina Snux fékk gjöf frá Verði tryggingum og tvíeykið í EZZE, Donna Cruz og Þóra Ólafsdóttir fengu sérstaka gjöf frá Grósku hugmyndahúsi. Sápulestin sem Alda Leifsdóttir & Elísabet Halldórsdóttir eiga hugmyndina að fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góða hugmynd frá Marel. 


Í fyrsta fasa í þátttökuferli Gulleggsins skráðu 374 einstaklingar sig og af þeim skiluðu 101 teymi inn kynningu á hugmynd áfram í seinni fasa keppninnar. Rýnihópur Gulleggsins sem telur um 70 einstaklinga reyndra aðila úr atvinnulífinu og nýsköpunarsenunnivaldi völdu í kjölfarið 10 teymi sem kepptu um Gulleggið 2023 þann 10. febrúar í hátíðarsal Grósku.


Aðalbakhjarl Gulleggsins 2023 er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykjavíkurborg, Hugverkastofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóðurinn, Crowberry capital, KPMG, Ölgerðin, Brunnur, Kvika eignastýring, Gróska, Frumtak ventures, Vörður auk Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

is_ISIcelandic