fbpx

Masterclass Startup SuperNova hefst með pompi og prakt á morgun

Magnús Scheving í Masterclass Startup SuperNova 2022

Masterclass Startup SuperNova fer fram daganna 22.-23. júní í Grósku og er opinn öllum sprotafyrirtækjum sem vilja ná lengra. 

Markmið Masterclassins er að að veita sprotafyrirtækjum fræðslu og undirbúa þau til að gera 18 mánaða aðgerðaráætlun. Áætlunni geta þau svo skilað inn til að eiga möguleika á að taka þátt í sex vikna viðskiptahraðli. 

Í Masterclassinum munu reynslumiklir frumkvöðlar, stjórnendur og sérfræðingar úr viðskiptalífinu halda erindi og veita gestum ráðgjöf um það hvernig hægt sé að ná lengra til að geta skalað á alþjóðamarkmiði og verða fjárfestingahæf. Meðal fyrirlesara eru: Guðmundur Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Margrét Tryggvadóttir hjá Nova, Sigríður Margrét Oddsdóttir hjá Lyfju, Tryggvi Björn Davíðsson hjá Indó og Hrönn Greipsdóttir frá Nýsköpunarsjóði. 

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova og KLAK – Icelandic Startups með stuðningi Huawei þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Startup SuperNova er nú haldið í fjórða sinn og hafa sprotafyrirtæki á borð við Stubb, Plaio, Swap Agency, Procura og Quick Lookup tekið þátt. 

Skráning í Masterclass stendur til miðnættis 21. júní og hægt er að skrá sig hér.

is_ISIcelandic